LJÓMANDI FÖRÐUN

FÖRÐUNSÝNIKENNSLA

Já ég elska ljóma.. einsog þið hafið kannski tekið eftir haha en ég gerði þessa ljómandi förðun um daginn og steingleymdi að deila henni með ykkur. Ég myndi segja að þetta væri mín “go to” förðun, fyrir utan það að ég er eiginlega alltaf með eyeliner. Húðin er í aðalatriði og augnförðunin mjög einföld með fallegum augnhárum. Ég tók nokkrar myndir og breytti myndunum sem minnst svo þið gætuð séð hvernig förðunin kæmi út án þess að það væri búið að vinna myndirnar. Þannig ég myndi líka segja að þessar vörur væru mjög myndahæfar og gefa ekki frá sér “flashback”.

Mig langaði líka að láta ykkur vita að ég er að taka að mér farðanir í desember og þið getið bókað tíma hér.

*Færslan er ekki kostuð en hún inniheldur affiliate links

GRUNNUR

Farði: Nars Sheer Glow í litnum Santa Fe, fæst hér

Hyljari: All hours frá YSL, fæst í Hagkaup

Grunnur: Pure Primer frá INIKA, fæst í Lyf og heilsu

Ljóma grunnur: Becca Backlight Priming Filter, fæst í Lyf og heilsu

Púður: Laura Mercier Translucent Powder, fæst hér

Krem Bronzer: Milk Makeup, fæst hér

Bronzer: Baked Bronzer frá INIKA

Kinnalitur: Bellini Blush frá Ofra, fæst hér

 

Hérna eru vörurnar sem ég notaði í grunninn eða semsagt á andlitið. Ég vildi hafa förðunina extra ljómandi og notaði því tvennskonar grunna. Ég setti fyrst rakagefandi primer frá INIKA sem lætur farðann haldast á lengur og síðan setti ég ljómandi grunn frá Becca sem gefur andlitinu fallegan ljóma. Því næst setti ég farða á frá NARS sem gefur einnig fallegan ljóma og hyljara frá YSL. Krem bronzer-inn frá Milk Makeup er einn af mínum uppáhalds einsog þið hafið eflaust tekið eftir. Ég setti hann á alla þá staði sem sólin myndi náttúrlega gefa mér lit, semsagt kinnarnar, ennið, smá á nefið og svo set ég alltaf á kjálkann. Síðan er lokaskrefið að setja púður svo að þetta fari ekki neitt yfir daginn og highlighter. Púðrið sem ég notaði er litlaust frá Laura Mercier og er því einungis til þess að matta en ekki til þess að fá þekju. Highlighter-inn sem ég notaði er frá Becca og heitir Champange Pop. Ég notaði samt líka reyndar kinnalit og annað sólarpúður en gleymdi að setja það inn á myndirnar. Kinnaliturinn sem ég notaði var Bellini frá Ofra og hitt sólarpúðrið var frá INIKA.

 

AUGU

Pigment: Peach Fetish frá INIKA 

Augnhár: Misha frá Koko Lashes, fæst hér

Bursti: Real Techniques Bold metals nr. 203, fæst hér

Palletta: Viseart Theory í litnum II MINX, fæst hér

Augun voru mjög einföld en ég gerði “soft halo” sem er þannig að maður setur ljósan lit á mitt augnlokið og dekkir síðan sitthvoru megin við ljósa litinn. Ég notaði Viseart Theory pallettuna í litnum II MINX til þessa að skyggja og setti Peach Fetish frá INIKA í miðjuna. Augnhárin sem ég er með eru Misha frá Koko lashes og fæ ég nánast alltaf spurninguna “hvaða augnhár ertu með?” þegar ég er með þessi. Síðan langaði mig að segja ykkur frá þessum bursta frá Real Techniques en hann er úr Bold metals línunni þeirra og er frábær blöndunarbursti, þá sérstaklega þegar þú ert að gera “halo” förðun.

 

VARIR

Varalitur: Velvet Teddy frá Mac, fæst í Mac

Varablýantur: Gigi x Maybelline í litnum Taura, fæst í Hagkaup

Gloss: Butter gloss í litnum Madeleine frá Nyx Professional Makeup, fæst í Hagkaup

Ég er nánast aldrei með bara einn lit á vörunum og blanda yfirleitt nokkrum saman en það er alls ekki nauðsynlegt, það er alveg nóg að nota bara einn. Þetta nude combo finnst mér mjög fallegt saman en þetta er varablýantur frá Gigi x Maybelline í litnum Taura, Velvet Teddy frá Mac sem er minn allra uppáhalds og Madeleine gloss frá Nyx Professional Makeup yfir.

 

Þið megið endilega segja mér hvernig förðun þið viljið sjá næst hérna á Trendnet xx

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: DEKUR

DEKURHreinsivörurÓSKALISTITAX FREE

DEKUR

Ég er með endalaust af jólagjafahugmyndum og er búin að fá nokkrar fyrirspurnir um að gera jólagjafalista. Ég ákvað samt að skipta þessu niður í nokkra hluta og ætla byrja á dekur hlutanum.

Mér finnst alltaf mjög sterkur leikur að gefa einhverjum eitthvað dekur eða húðvörur í gjafir eða til dæmis jólagjöf. Mig langaði að sýna ykkur nokkrar vörur sem ég mæli með að gefa einhverjum sem ykkur þykir væntum og á skilið dekur.

 

*Færslan er ekki kostuð en inniheldur affilate links

 

1. BRAZILIAN CUPACU SCRUB-IN-OIL

Líkamsskrúbbar eru eitthvað sem alltaf er gaman að fá og maður er kannski ekki alltaf að splæsa á sig. Mér finnst skrúbbarnir frá The Body Shop einstaklega veglegir og falleg gjöf. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér, hann skrúbbar húðina ótrúlega vel, nærir og skilur hana eftir silkimjúka.

 

2. EGF EYE MASK TREATMENT

Ég hugsa að margar mömmur yrðu mjög ánægðar með þessa gjöf en þetta er æðisleg vara frá BIOEFFECT. Þessi vara dregur úr þreytu  í kringum augun, minnkar fínar línur, þéttir, birtir til og gefur raka.

 

30 DAY TREATMENT

Þetta er 30 daga meðferðin frá BIOEFFECT en þessi vara á að gefa húðinni meiri raka, ljóma, draga úr fínum línum, minnka svitaholur og draga úr roða. Algjör töfravara og er beint farin á óskalistann hjá mér!

L’occitane Almond Cleansing & Soothing Shower

 

Fullkomið fyrir þá sem eru alltaf á hraðferð en þetta er yndisleg sturtu olía sem gefur raka, æðislega lykt og skilur húðina eftir silkimjúka. Þetta er uppáhalds varan hennar mömmu og ef ég er í vafa hvað ég eigi að gefa henni þá kaupi ég alltaf þetta, klikkar aldrei.

 

GLAM GLOW SUPERMUD

Alltaf þegar einhver spyr mig “hvað ætti ég að gefa henni/honum í jólagjöf?” þá segi ég nánast alltaf maska en mér finnst það svo klassísk og flott gjöf. Það er líka einstaklega kósý og notalegt að setja á sig maska í jólafríinu. Þessi maski frá GlamGlow hreinsar vel úr svitaholum og dregur í sig öll óhreinindi.

 

HOME MASSAGE CANDLE SWEET AMBER

Hvernig væri að gefa einhverjum Spa heim til sín? Þetta kerti bíður nánast uppá það en þetta kerti er hægt að nota sem nuddolíu eða bera á sig sem body lotion. Þú kveikir einfaldlega á kertinu og leyfir vaxinu að bráðna, því næst geturu borið olíuna á líkamann. Vaxið úr kertinu er unnið úr nærandi olíum og má því bera beint á húðina. Varan er lífræn með viðbættri náttúrulegri blöndu og inniheldur engin aukaefni.

 

PREP FOR A PERFECT PARTY

Mér finnst þessi pakki algjör snilldar gjöf, þetta er dekur pakki sem er ætlað að nota fyrir eitthvað skemmtilegt tilefni. Þetta eru allt vörur sem eiga að gera húðina ferskari, bjartari, vel nærða og tilbúna fyrir kvöldið. Þetta gæti verið mjög sniðugt til dæmis fyrir gamlárskvöld..

 

DRINK UP – INTENSIVE OVERNIGHT MASK

Þessi maski er algjör rakabomba og einstaklega gott að nota núna í kuldanum. Fullkomin gjöf í kuldanum á Íslandi og svo er líka mjög góð lykt af honum. Ég nota þennan maska oft á kvöldin og sef með hann, þá vakna ég endurnærð í húðinni.

 

GJAFABRÉF Í HÚÐHREINSUN

Síðast en alls ekki síst þá er mjög sniðugt að gefa gjafabréf í húðhreinsun eða rakameðferð. Ég mæli mjög mikið með að fara til Heiðdísar sem er með Fegurð og Spa. Ég er búin að fara nokkrum sinnum til hennar í húðhreinsun og er alltaf jafn sátt. Það er síðan hægt að fara í spa eftir meðferðirnar sem gerir þetta ennþá æðislegra.

 

Vonandi hjálpaði þetta ykkur sem eruð í jólagjafaleiðangri en ég mun koma með fleiri hugmyndir á næstu vikum xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

KVIKNAR

LÍFIÐSHOP

Ég hef fylgst spennt með dásamlegu íslensku verkefni, Kviknar, í lengri tíma. Kviknar er bók sem verður skyldukaup í jólapakkann til verðandi eða verandi mæðra. Stelpurnar á bakvið bókina eru þær Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir, Aldís Pálsdóttir og Hafdís Rúnarsdóttir. 

Hugmyndin kviknaði fyrir 12 árum síðan (!) þegar Andrea gekk með sitt fyrsta barn. Hún hafði þá sjálf lesið margar bækur, sem flest allar voru þýddar og fannst vanta efni sem væri beint frá íslenskum konum, við íslenskar aðstæður.

Andrea biður þá Hafdísi ljósmóður að vera sér innan handar með alla þá mikilvægu fræðilegu þætti sem kæmu fram í bókinni og mögulega leggja til fleiri áherslur sem henni fyndist vanta.

Næst lá leiðin til Aldísar Páls ljósmyndara sem sá um að myndskreyta bókina. Ég fékk Aldísi til að segja mér aðeins frá bókinni og verkefninu og hér fær hún orðið á persónulegu nótunum:

Ég man svo vel eftir því augnabliki….

Við sátum heima hjá Andreu, bjuggum báðar út í Kaupmannahöfn. Hún segir mér frá öllum sínum vangaveltum varðandi þessa hugmynd að mögulegri bók, við erum þá báðar búnar að fara í gegnum okkar fyrstu meðgöngu. 

Við förum að deila alls konar fyndnum og asnalegum atriðum sem komu upp og vorum sannfærðar um að það þyrfti að velta öllum þessum feimnismálum fyrir sér í bókinn og fá fagleg svör frá ljósmóður – eða fleiri álíka sögusagnir. Við vildum koma í veg fyrir að manni líði ekki eins og maður sé að missa vitið, af því að maður er að hafa áhyggjur af einhverju asnalegu.. eins og kynlífsleysi, eða hvort píkan sé eitthvað öðruvísi eftir barnsburð, eða hvort maður verði alltaf bara með gyllinæð.

Eftir þetta fór Andrea á fullt að safna sögum frá íslenskum konum.

Fyrst söfnuðust inn sögur og spurningar um meðgönguna og fæðinguna.

Þá kom ábending frá Hafdísi, að kafli um sængurlegu væri jafnvel eitt mikilvægasta tímabilið að ræða um opinskátt, svo við fórum að safna slíkum sögum inn í bókina.

Þá vildum við loka hringnum með því að safna líka sögum um getnaðinn.

Eins fannst okkur mikilvægt að gleyma ekki upplifun verðandi feðra. Þeir gleymast stundum í þessu ferli, en þeirra upplifun, undirbúningur og þátttaka er ekki síður mikilvæg.

Smám saman safnaðist efni í bókina, bæði sögur og ljósmyndir.

Við höfum allar verið að vinna í þessu verkefni meðfram öðrum verkefnum. Það er líklega ein besta ástæðan fyrir því hversu lengi þessi bók hefur verið í vinnslu. Margt hefur komið upp á, fluttningar og fleiri börn, en tíminn hefur að okkar mati gert bókina enn betri. Við höfum fengið betri yfirsýn yfir verkefnið og rýnt aftur og aftur í gegnum textann.

Við höfum stundum verið að missa kjarkinn, en blessunarlega höfum við náð að vera mjög misstíga með það. Svo við höfum hvatt hvor aðra, þegar slík aðstæða hefur komið upp. Það sem gaf okkur aukinn kjark, og er ástæða þess að við náum að klára loksins þetta verkefni er söfnunin okkar á Karolina Fund! Án þess átaks, og ykkar allra sem styrktuð verkefnið á sínum tíma, hefðum við aldrei náð að loka þessu verkefni. Erum við ykkur ævinlega þakklát fyrir þann styrk og traust sem þið veittuð okkur! Takk Takk Takk til ykkar!!

Þorleifur Kamban, grafískur hönnuður, hjálpaði okkur að loka loksins þessu verkefni. Erum við svo heppnar að hafa fengið hann í fjölskylduna. Hann er svakalega fær á sínu sviði, og svo miklu meira en það! Hann setti upp bókina, og bjó til fyrir okkur heimasíðuna. Hefur haft fulla trú á okkur, og hvatt okkur áfram.

Kviknar kemur sem áður segir í búðir um mánaðarmótin en er þessa stundina á bókamessu sem haldin er í Hörpunni. (fyrir ykkur sem lesið póstinn í dag sunnudaginn 19.nóvember). 

Einnig er hægt er að kaupa eintak á forsöluverði út nóvember hér: www.kviknar.is

 

 

Ég hef sjálf gengið í gegnum tvær fæðingar og hver um sig er sko aldeilis saga að segja frá – margt sem gekk á. Það er kannski efni í nýjar bloggfærslur eða jafnvel bækur ;)

Úgáfuhóf KVIKNAR verður á Kaffi Laugalæk þann 1.desember klukkan 17:00. Sjáumst þar! Meira: HÉR

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR