fbpx

HÁTÍÐARFÖRÐUN #2

FÖRÐUNSÝNIKENNSLA

EYELINER

Ég trúi ekki að það séu bara þrír dagar til jóla.. ég er orðin frekar spennt og er loksins að verða búin að öllu. Mig langaði að sýna ykkur einfalda förðun sem er fullkomin fyrir til dæmis jólaboðin. Þetta er förðun sem tekur ekki mikinn tíma að gera en gerir samt heilmikið. Það eina sem er kannski örlítið flókið í þessari förðun er eyeliner en það er að sjálfsögðu bara æfing.

Ég ætla að sýna ykkur skref fyrir skref hvernig ég gerði þessa förðun..

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

  1. Ég byrjaði á því að setja krem augnskugga frá Nyx Professional Makeup sem heitir Nyx Lingerie nr.08 yfir augnlokin og blandaði honum út. Mér finnst oft gott að nota kremaugnskugga sem augnskuggagrunn, þá helst förðunin lengur á.

2. Því næst tók ég sett frá Nyx sem heitir Stockholm, settið inniheldur nokkra augnskugga og mattan varalit. Ég setti næst neðsta litinn yfir allt augnlokið og skyggði síðan örlítið glóbus línuna með neðsta litnum.

3. Ég setti síðan svartan blautan eyeliner á mig og hérna sýni ég skref fyrir skref hvernig mér finnst best að gera eyeliner. Það er samt engin ein leið rétt hvernig maður setur á sig eyeliner heldur er þetta æfing og maður finnur út hvað hentar sér best. Ég byrja alltaf á að móta augað grófalega með “lausum” línum og síðan fínpússa ég.

Eyeliner-inn mótar augun og gerir þetta ennþá meira “glam”

4. Ég set síðan ljósan glitrandi augnskugga í augnkrókana til þess að opna augun aðeins. Ég notaði pigment frá Nyx sem heitir “Vegas Baby”.

5. Seinasta skrefið er að setja á sig varalit og ég setti á mig “Stockholm” sem var í settinu. Hann er alveg mattur og helst því vel á í gegnum matarboðin.

Ótrúlega einfalt og fljótlegt!

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

HÁTÍÐARFÖRÐUN #1

Skrifa Innlegg