fbpx

HÁTÍÐARFÖRÐUN #1

FÖRÐUNSNYRTIVÖRURSÝNIKENNSLA

SMOKEY

Ég gerði dramatísk smokey í gær á snapchatinu mínu (snapchat: gsortveitmakeup) en þetta er ein af nokkrum hátíðarförðunum sem ég ætla gera í desember. Það er svo gaman á þessum tíma árs að gera sig extra mikið til eða gera eitthvað aðeins öðruvísi. Ég hugsa að þessi förðun væri flott á gamlárs og auðvitað hægt að breyta um lit eða gera þetta látlausara.

*Færslan er ekki kostuð en hún inniheldur affiliate links

 

Ég ætla sýna ykkur skref fyrir skref hvernig ég gerði þessa förðun og hvaða vörur ég notaði..

 

AUGU

RIMMEL EYELINER – FÆST Í HAGKAUP
EYLURE DUOS&TRIOS – FÆST Í HÉR
HEAVY METALS PALETTE – FÆST Í HAGKAUP KRINGLUNNI OG HAGKAUP SMÁRALIND

Ég byrja alltaf á augunum þegar ég farða mig, til þess að koma í veg fyrir að farðinn eða grunnurinn skemmist ekki. Augnförðunin var í sjálfu sér mjög einföld en ég gerði fyrst létta skyggingu og setti síðan “Punk Rock” yfir allt augnlokið. Því næst setti ég svartan eyeliner við augnhárarótina og blandaði síðan út. Ég geri síðan það nákvæmlega sama á neðri augnháralínuna. Augnhárin sem ég setti á mig eru stök augnhár frá Eylure og þau eru mín allra uppáhalds augnhár þessa stundina.

ANDLIT

BECCA BACKLIGHT PRIMING FILTER – FÆST Í HAGKAUP
LANCOME STIFTFARÐI – FÆST Í HAGKAUP
LAURA MERCIER LITLAUST PÚÐUR – SEPHORA
YSL ALL HOURS HYLJARI – FÆST Í HAGKAUP
INIKA ORGANIC BRONZER – FÆST Í LYFJU
BECCA CHAMPANGE POP – FÆST Í LYF OG HEILSU
BELLINI FRÁ OFRA – FÆST HÉR

Ég legg alltaf mikla áherslu á húðina og mér finnst það sérstaklega mikilvægt þegar maður gerir smokey förðun. Ég byrjaði á því að setja ljómandi grunn yfir allt andlitið frá Becca. Því næst setti ég nýja stift farðann frá Lancome yfir allt andlitið og vá hvað hann kom vel út. Þessi farði kom mér virkilega á óvart og hann myndast mjög vel. Ég setti síðan hyljara undir augun, á ennið, hökuna og þá staði sem ég vildi hylja betur. Síðan setti ég púður yfir allt andlitið og sólarpúður í kringum andlitið eða á þá staði sem sólin myndi náttúrlega fyrst skína á. Lokaskrefið er síðan highlighter og kinnalitur en ég gleymdi aftur að setja kinnalitinn inn á myndina.. þið verðið að afsaka það!

VARIR

VELVET TEDDY – FÆST Í MAC
MYTH – FÆST Í MAC
1993 FRÁ URBAN DECAY – FÆST Í HAGKAUP SMÁRALIND OG HAGKAUP KRINGLUNNI
LIP GLASS – FÆST Í MAC

Ég var mjög sátt við þetta varacombo en ég mótaði fyrst varirnar með 1993 varablýantinum frá Urban Decay. Því næst setti ég smá af Velvet Teddy og síðan Myth í miðjuna. Með því að setja ljósari varalit í miðjuna kemur þrívídd á varirnar og stækkar þær. Síðan setti ég smá gloss til þess að blanda þessu öllu saman. Það er samt alls ekkert “must” að nota allar þessar vörur á varirnar en mér finnst mjög gaman að blanda varavörum saman til þess að fá hin fullkomna lit.

 

Þið megið endilega segja mér hvaða förðun þið viljið sjá næst hérna en ég ætla vera dugleg að sýna ykkur hugmyndir af hátíðarförðunum xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: SNYRTIVÖRUR

Skrifa Innlegg