Jólin eru komin.. eða næstum því og mig langaði að gera örstutta færslu til þess að segja gleðileg jól <3
Ég átti yndislega Þorkláksmessu með mínum nánustu. Það var mikið stúss, klárað að pakka inn gjöfum og kaupa þær allra seinustu. Síðan um kvöldið var pítsuparty og tekið á móti gestum og gangandi.. yndislegt.
Ég ætla að njóta þess í botn að vera með fjölskyldunni minni og mínum nánustu yfir hátíðirnar. Það er svo ótrúlega mikilvægt að njóta og vera þakklátur. Ég vona að þið hafið það sem allra best yfir hátíðirnar og gleðileg jól xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg