fbpx

NÝ UPPÁHALDS KÁPA EFTIR MAGNEU

COLLABORATIONLOOKNEW INSAMSTARFTÍSKAUPPÁHALDS
Færslan er unnin í samstarfi við Magneu –

Í nóvember kynnti íslenski fatahönnuðurinn, Magnea Einarsdóttir nýju línuna sína, “made in reykjavík” sem er öll unnin á Íslandi. Línan er aðeins úr íslenskri ull & hönnunarferlið frá efnisvali til framleiðslu er allt unnið í Reykjavík. 

Ég valdi mér kápuna “Margot” sem er úr 100% íslenskri ull. Kápan kemur í þremur mismunandi litum, moss sem er fallegur grænn litur, blueberry sem er fallegur blár litur & að lokum í cobalt sem er fallegur – & sérstakur skærblár litur! Cobalt varð fyrir valinu hjá mér enda svoooooo fallegur litur!

Vörurnar eru fáanlegar í versluninni Kiosk Granda sem er staðsett á Ingólfsstræti 6 í 101 Reykjavík.Vörurnar eru einnig fáanlegar á vefverslunum, kioskgrandi.com & magneareykjavik.com! Mig langaði einnig að deila með ykkur að í tilefni hátíðanna gefur Kiosk gjafabréf í Kiosk Granda að andvirði 30.000 kr taktu þátt hér!

Sjáðu línuna hér & til að lesa meira um Magneu ýttu hér – 

Margot í cobalt lit eftir Magneu Einarsdóttir – Takk fyrir að lesa! xx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN

Skrifa Innlegg