fbpx

Pattra S.

MEÐ MÖMMU

HEIMAInspiration of the dayInstagramTraveling

Þessi póstur er búinn að vera í bígerð í næstum 3 daga, eða allt frá því að ég kvaddi mömmu mína eftir að hún var í heimsókn hjá mér hér í DK. Í allan dag hef ég reynt að hnoða saman texta við þetta skemmtilega myndablogg af okkar dögum saman, sem ég var þegar búin að klára í gær. En einhvern veginn náði ég ekki alveg að koma öllu því sem mig langaði að segja út, en við skulum nú samt láta reyna.

Án þess að gera þennan bloggpóst hádramatískan þá hefur sambandið okkar aldrei verið sérstaklega hefbundið í gegnum tíðina þar af leiðandi er ég afar þakklát fyrir allan okkar tíma saman. Þetta er í annað sinn sem hún heimsækir mig eftir að ég flutti frá Íslandi og ég er svo fegin að hafa náð að sannfæra hana um að koma hingað til mín í staðinn fyrir að fara til Íslands saman. Ég var nefnilega ein í kotinu og við náðum því að eiga næstum heila viku bara tvær saman sem hefur ekki gerst síðan ég var unglingur. Bara það eitt og eitthvað jafn einfalt og að geta loksins eldað fyrir mömmu sína gerði mig einstaklega glaða. Sem sagt í stuttu máli þá voru þetta yndislegir dagar með endalausu netflix chilli og nóg af hlátri, dagar sem ég met ótrúlega mikils.

IMG_5968IMG_5967

Fancý kaffi & Köben kósý // Cosy Copenhagen

IMG_5581IMG_5978

IMG_5979DSCF2711 Góður dagur á Aros safninu, einn af mínum uppáhaldsstöðum í Árósum // One fine day @Aros art Museum, one of my favorite places in Aarhus

Mamma í algjöru dekri, alltof gaman að fá að elda ofan í hana // Mom getting a royal treatment at my place, love cooking for her

IMG_5986
AARHUS

Það er oftast stutt í grínið hjá okkur múttu, einn morgunin kom hún fram í þessu snilldar kattar-outfitti bara til þess að djóka í mér (held ég(og vona)) // Mom being her funny self, came out in this cat-suit one morning just to mess with me

Enn eitt hláturskastið en mamma komst ekki yfir það hvað ég gat blásið mikið út sökum núðlu ofáts, þetta var það svakalegt að ég varð auðvitað að senda grín-snap til nokkra vinkvenna og uppskar fjölmörg sjokk skilaboð í kjölfarið. Léttur djókur í boðinu // We couldn’t stop laughing at how much I could bloat out after nuddle binge eating so I joke-snapchated couple of my girlfriends, got a lot of texts back that night. Just a good old fun

Þessi vildi líka prófa snappið // This one tried out snapchat as well

Papaya salat mömmu er í uppáhaldi, át svo mikið að bumban varð föst og ég komst ekki frá borði // Mom’s papaya sallad is the best, ate so much that I got stuck to the table

IMG_5995

 Girls night out!

IMG_5996

 Japanese treat @ Sticks’n’sushi Tilvoli hotel, CPH

Síðustu nóttina lentum við alveg óvart í eftirpartýi Robert Prisen(kvikmyndaverðlaunin í Danmörku) en það var haldið á sama hóteli og við vorum á í Kaupmannahöfn. Mjög fyndið & skemmtilegt kvöld sem við munum seint gleyma // Accidentally crashed the Danish movie awards on her last night as it was held at the same hotel we were staying at in CPH, such a fun & funny night to remember

IMG_5759DSCF2841DSCF2703

Great days with my lovely mom while she was visiting me in Denmark last week. Some moments that I will cherish forever due to the lack of time we have had together in the past, but I guess it’s never too late to make more effort while you still can!

PATTRA

SUNNUDAGS BRUNCH

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Andrea Röfn

    12. February 2016

    <3 <3 skemmtilegar myndir af ykkur mæðgunum
    bumbusnappið gekk alveg frá mér hahaha

  2. Helgi Omars

    12. February 2016

    Ó en yndislegt! Svo gaman að fylgjast með ykkur á snappinu! <3

  3. Steinunn Brabra

    14. February 2016

    Yndislegt, skil vel að það hafi verið erfitt að koma þessu í orð! Mér fannst svo gaman að hitta hana og fá að heyra svona margt nýtt/gamalt.

  4. Eva

    3. June 2016

    Hvar fékkstu þennan yndislega fallega borðdúk?