fbpx

Pattra S.

KÓSÝ KAUPMANNAHÖFN

DetailsMy closetScandinavianTraveling

Komiði sæl og blessuð. Ég er búin að vera aðeins undir lægð eins og sést hér á blogginu en það vildi nefnilega svo óskemmtilega til að ég fór til tannlæknis í fyrsta skipti í nokkur ár. Það er nákvæmlega engin afsökun að maður sé með læknafóbíu á háu stigi því þetta getur orðið svo dýrkeypt og ég er aldeileis búin að fá að finna fyrir því. Að vera hjá tannlækni í 3 tíma samfleytt er ekki góð skemmtun en ég byrjaði vikunni með 4 skemmdir hvorki meira né minna. Tilfinningin að vera laus við tannskemmdir núna er meiriháttar og ég mun sko ekki láta þetta koma aftur fyrir, no waaay. Það er greinilega ekki nóg að vera duglegur að bursta!

EN helgin mín var nú aðeins skemmtilegri en síðustu dagar, Kaupmannahöfn stendur alltaf fyrir sínu og hún var meira að segja einhvern veginn extra kósý þessa ferðina.

SONY DSCSONY DSCSONY DSC

 Tek alltaf myndir á þessu torgi, held að ég sé ekki sú eina

SONY DSCIMG_8683

 Julebryg var ljúffengur á Cafe Norden

IMG_8668SONY DSC

 Gistum á Skt Petri hóteli og vorum ekki vonsvikin. Snilldar staðsetning!

SONY DSC

Gatsby fílingur á laugardagkvöldi

IMG_8717

Yndis vinkonustund í skemmtilegu matarboði

SONY DSC

Snilldar sunnudags brunch á Dalle Valle sem var hliðinná okkar hóteli -ódýrt&gott

SONY DSC

Karlmenn sem elska búðir

SONY DSC

Sunnudags”ferska” í nýju Wood Wood peysunni sem ég fékk fyrir tískusýninguna

Takk fyrir mig fagra borg, sjáumst fljótt aftur!

..

Pics from our extremely cozy weekend in Copenhagen. This time around we stayed at Skt Petri which I recommend highly, the location is just perfect, just next door there’s a Café called Dalle Valle  ..a super nice spot to have your weekend brunch for a super good price.

PATTRA

WOOD WOOD

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

14 Skilaboð

  1. Kristjana

    6. November 2013

    Elska bloggið þitt og hvað þú kemur til dyrana eins og þú ert klædd :) það er ekki oft í þessum blogg heimi :)

    • Pattra S.

      7. November 2013

      Mér þykir afar vænt um svona komment!
      Takk æðislega fyrir heimsóknina :)

  2. Annetta

    6. November 2013

    Oh ég elska Cafe Norden og finnst peysan frá WoodWodd æði!! Fabi á eins, nema gráa :) x

    • Pattra S.

      7. November 2013

      Ég fíla Fabi, ég fíla Wood Wood ;)

  3. Erla Vinsý.

    7. November 2013

    Cafe Norden er svo uppáhalds! Vonandi getum við fengið okkur bjór og nachos þar saman aftur við tækifæri :)

    • Pattra S.

      7. November 2013

      Ég er sko viss um að við eigum eftir að gera það aftur einn daginn, fullviss! ;)

  4. Inga Rós

    7. November 2013

    Er að fara til Köben um jólin, jii hvað það verður kósý miðað við þessar myndir :)

    • Pattra S.

      7. November 2013

      Aaah Jule-Köben er einum of kósý!!
      Það verður svo indælt hjá þér.

  5. Guðbjörg Lára

    7. November 2013

    Flott kápa, hvaðan er hún? :)

    • Pattra S.

      7. November 2013

      Takk fyrir, hún er æði! Frá Zara.

  6. Klara

    7. November 2013

    Geðveikt otufit í Gatsby fíling! Hvaðan er jakkinn/kimonoinn (sést ekki alveg það vel) sem þú ert í á myndinni í stólnum? Ekki er hægt að henda einni mynd inn hérna af þessari gordjöss flík kannski?

    • Pattra S.

      7. November 2013

      Ég skelli í Gatsby outfit póst med det samme, en kögurslopppurinn er úr H&M

  7. Aðalbjörg Marta Agnarsdóttir

    10. November 2013

    Mér finnst þú ógeðslega sæt alltaf, svo finnst mér köben fara ykkur hjúum alveg ótrúlega vel! Það hefur augljóslega farið vel um ykkur og stóllinn á þessu hótelherbergi er eitthvað sem ég er búin að vera leita að for ages. Á að vera retro, gamall en samt nýr, þú skilur. Jæja einum of langt komment, bæta upp fyrir missinn ;) Love you :****

    • Pattra S.

      10. November 2013

      Þú ert yndi Abba mín, mikið afskaplega var gaman að sjá þig í gær :*
      Þessi stóll var svoo fínn, ég skal taka hann með heim næst fyrir þig!
      Svo muna eftir meldingunni, ég bíð sjúklega spennt :)
      LOVE Xx