Komiði sæl og blessuð. Ég er búin að vera aðeins undir lægð eins og sést hér á blogginu en það vildi nefnilega svo óskemmtilega til að ég fór til tannlæknis í fyrsta skipti í nokkur ár. Það er nákvæmlega engin afsökun að maður sé með læknafóbíu á háu stigi því þetta getur orðið svo dýrkeypt og ég er aldeileis búin að fá að finna fyrir því. Að vera hjá tannlækni í 3 tíma samfleytt er ekki góð skemmtun en ég byrjaði vikunni með 4 skemmdir hvorki meira né minna. Tilfinningin að vera laus við tannskemmdir núna er meiriháttar og ég mun sko ekki láta þetta koma aftur fyrir, no waaay. Það er greinilega ekki nóg að vera duglegur að bursta!
EN helgin mín var nú aðeins skemmtilegri en síðustu dagar, Kaupmannahöfn stendur alltaf fyrir sínu og hún var meira að segja einhvern veginn extra kósý þessa ferðina.
Tek alltaf myndir á þessu torgi, held að ég sé ekki sú eina
Julebryg var ljúffengur á Cafe Norden
Gistum á Skt Petri hóteli og vorum ekki vonsvikin. Snilldar staðsetning!
Gatsby fílingur á laugardagkvöldi
Yndis vinkonustund í skemmtilegu matarboði
Snilldar sunnudags brunch á Dalle Valle sem var hliðinná okkar hóteli -ódýrt&gott
Karlmenn sem elska búðir
Sunnudags”ferska” í nýju Wood Wood peysunni sem ég fékk fyrir tískusýninguna
Takk fyrir mig fagra borg, sjáumst fljótt aftur!
..
Pics from our extremely cozy weekend in Copenhagen. This time around we stayed at Skt Petri which I recommend highly, the location is just perfect, just next door there’s a Café called Dalle Valle ..a super nice spot to have your weekend brunch for a super good price.
PATTRA
Skrifa Innlegg