fbpx

HLAUPASUMARIÐ: UNDIRBÚNINGUR FYRIR HÁLFMARAÞON + ÆFINGAR

HeilsaHreyfingLífiðPersónulegt

Í dag langar mig að tala um hlaup. Ég ætla mér að hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkur Maraþoninu og ætla að deila með ykkur mínum undirbúningi fyrir það. Mín megin ástæða fyrir hlaupum er að mér þykir gaman að hlaupa, þá sérstaklega á sumrin. Ég vil halda áfram að elska að hlaupa og þá þarf ég stundum að passa mig að hlaupa ekki alltof mikið til að fá ekki ógeð. Minn undirbúningur fyrir hálfmaraþonið er því sáraeinfaldur. Ég hleyp eitt langhlaup á viku – byrjaði í 7 km.  Jafnt og þétt er ég svo búin að vinna mig upp í 12 km. Ég mun svo líklega enda á því að hlaupa 18-19 km þegar nær dregur hlaupinu. Ég er engin hlaupa sérfræðingur og það eru eflaust margar betri leiðir til að undirbúa sig fyrir hlaup en mér finnst þessi aðferð svín virka fyrir mig. Inná milli þessa langhlaupa tek ég sprett æfingar um það bil einu sinni í viku. Hér koma tvö dæmi –

Sprett æfing 1: 

4 mín á hraða 12

1 mín í pásu rólegt skokk

4 mín á hraða 13

1 mín í pásu rólegt skokk

4 mín á hraða 14

1 mín í pásu rólegt skokk

4 mín á hraða 15

1 mín í pásu rólegt skokk

(Endilega breytið hraðanum í það sem hentar ykkur best og það sem ykkur finnst krefjandi)

Sprett æfing 2:

400 metra sprettur í hraða 14

30 sek hvíld

400 metra sprettur í hraða 14,5

30 sek hvíld

400 metra sprettur í hraða 15

30 sek hvíld

400 metra sprettur í hraða 15,5

30 sek hvíld

200 metra sprettur í hraða 16

30 sek hvíld

200 metra sprettur í hraða 16,5

Síðast þegar ég hljóp hálfmaraþon kláraði ég það á 1.49.19 – og var frekar sátt þar sem þetta var mitt fyrst hlaup. Ég ætla auðvitað að reyna bæta þann tíma en fyrst og fremst vil ég hlaupa af því mér þykir það gaman. Það er engin afsökun að fara ekki út að hlaupa í þessu fallega veðrið sem er búið að vera á höfuðborgarsvæðinu, gæti ekki mælt með betri æfingu en útihlaup í sólskyninu.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

 

LIFE UPDATE:

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Sigrún

    6. June 2019

    Þú ert bara á sama leveli og Marta Ernst og Arnar Péturs skv. þessum tíma. Munt sennilega vinna Reykjavíkur hálfmaraþonið ef þú hleypur á sama tíma í ár. Reikna þó með að þú hafir átt við 2.14.19??!! ;)

    • Hildur Sif Hauksdóttir

      7. June 2019

      guuð já þetta er vitlaust hjá mér – þetta átti að vera 1.49.19!!! Takk fyrir ábendinguna :D