fbpx

PÖNNUKÖKU HUGMYNDIR & GJAFALEIKUR

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARF

Mér finnst fátt betra en gómsætar pönnukökur í brönsinn. Ég nota þá oftast pönnukökumixin frá Kötlu og finnst mér þau alveg dásamlega góð! Í samstarfi við Kötlu var ég að setja af stað geggjaðan gjafaleik á Instagram. Ég ætla að gleðja tvo fylgjendur með hinni einu sönnu Íslensku pönnukökupönnu frá Bast og stútfullri körfu af pönnukökumixi ásamt fleira góðgæti frá Kötlu. Þið getið tekið þátt hér.

Mig hefur lengi langað að eiga pönnukökupönnu og loksins er hún mín. Hún er algjör snilld í pönnukökubaksturinn!

Pönnukökumixin frá Kötlu eru bæði bragðgóð og ótrúlega þægileg. Það er svo einfalt að hella vökva út í brúsann, hrista vel og steikja pönnukökurnar. Fljótlegt og gott. Prótein pönnukökurnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ekki aðeins eru þær bragðgóðar og flöffí heldur eru þær án viðbætts sykurs og innihalda hágæða mysuprótein. Klassíska pönnukökumixið er líka alltaf mjög gott og ég hef notað það mikið í gegnum tíðina.

Til að gefa ykkur hugmyndir þá koma hér nokkrar útfærslur af pönnukökum frá Kötlu.

Pönnukökubakki þar sem hver og einn fær tækifæri til að setja saman sína eigin pönnuköku. Svo fallegt fyrir augað og mjög gott. Uppskrift hér: http://trendnet.is/hildur-rut/nyjar-ljuffengar-protein-ponnukokur/

Bláberjapönnukökur sem eru svo góðar. Eina sem ég nota er pönnukökumix frá Kötlu, bláber, mjólk og vanilludropar. Uppskrift hér: http://trendnet.is/hildur-rut/fljotlegur-brons-blaberjaponnukokur-og-eggjasalat/

Próteinpönnukökur toppaðar með grískri jógúrt (sem ég blandaði saman við ástríðuávöxt og sykurlaust sýróp), kiwi, banana, plómu og ristuðum kókosflögum. Mjög gómsætt.Einfaldar lúxuspönnukökur með klassíska pönnukökumixinu. Toppaðar með grískri jógúrt, stevíu sírópi, möndlusmjöri, söxuðu granóla og ferskum berjum. 

Próteinpönnukökur toppaðar með stöppuðu avókadó með smá sítrónusafa og salti, hleyptu eggi og kryddað með sesamgaldri og ferskri steinselju.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & ENDILEGA TAKIÐ ÞÁTT HÉR!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LJÚFFENGUR PARMESAN KJÚKLINGABORGARI

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    20. April 2021

    Vá hvað þetta er girnilegt hjá þér! og ég er ekkert smá glöð að núna sé til sykurlausar pönnsur til að kippa með í fríið :)

    • Hildur Rut

      29. April 2021

      Takk elsku Svana ;* Ooo já ég elska þessar sykurlausu pönnukökur!