fbpx

NÝJAR & LJÚFFENGAR PRÓTEIN PÖNNUKÖKUR

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARF

Ég er svo spennt að kynna nýja vöru frá Kötlu. Dásamlega ljúffengar prótein pönnukökur sem eru án viðbætts sykurs og innihalda hágæða mysuprótein. Í Samstarfi við Kötlu gerði ég geggjaðan bröns með pönnukökunum góðu og ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni hér fyrir neðan.

Pönnukökurnar eru flöffý, bragðgóðar og í hollari kantinum – alveg eins og ég vil hafa þær. Sniðugt í morgunmat/bröns, hádegismat eða sem millimál. Það er líka góð hugmynd að frysta og geta svo gripið í þær sem millimál. Pönnukökumixið fæst í Nettó, Krambúðinni, Hagkaup, Melabúðinni og Hreysti. 

Ég ákvað að útbúa pönnukökubakka og gefa þannig hverjum og einum tækifæri til að setja saman sína eigin pönnuköku. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og fallegt fyrir augað. Allt passaði líka svo vel saman! Mæli með að þið prófið.

Pönnukökubakki
1 Prótein pönnukökur frá Kötlu
4-5 egg
Salt og pipar
Chili fræ
1-2 avókadó
Sesamfræ eða sesamgaldur
Kokteiltómatar eftir smekk
Alfalfa spírur eftir smekk
Salat eftir smekk
Kóríander eftir smekk
Sykurlaust stevíu síróp
Hindber
Ástríðuávöxtur
Ristaðar möndluflögur
Sósa
5-6 msk sýrður rjómi
4 msk cheddar ostur
1 msk jalapeno
¼ tsk laukduft
¼ tsk hvítlauksduft
Salt & pipar

Aðferð

  1. Hellið 200 ml vatni í pönnukökumixið og hristið í 1 mínútu. Látið standa í nokkrar mínútur og hristið aftur. Steikið á pönnu.
  2. Hrærið eggjunum saman í skál. Steikið á pönnu og hrærið á meðan. Saltið og piprið.
  3. Skerið avókadó, stráið sesamfræjum yfir og saltið og piprið. Skerið tómatana.
  4. Blandið sósunni saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Mæli með að setja minna af jalapeno ef þið viljið ekki hafa þetta sterkt.
  5. Raðið pönnukökunum fallega á bretti. Raðið svo öllu meðlætinu í kring og njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU !

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

UPPSKRIFTAMYNDBAND: DUMPLING SALAT MEÐ EDAMAME & BROKKÓLÍ

Skrifa Innlegg