fbpx

UPPSKRIFTAMYNDBAND: DUMPLING SALAT MEÐ EDAMAME & BROKKÓLÍ

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIR

Hér kemur uppskriftarmyndband sem ég tók þátt í að gera í samstarfi við Gerum daginn girnilegan. Ljúffengt salat með kjúklinga dumplings, edamame baunum, brokkólí og fleira girnilegu. Þetta er svo létt og bragðgott. Mæli mikið með!

1 pakkning dumplings með kjúklingi frá Itsu
4 dl edamame baunir
200 g brokkólí
Filippo berio ólífuolía til steikingar
1-2 hvítlauksrif
2 msk rautt karrí frá Blue dragon
2 msk sesamolía frá Blue dragon
2 msk ólífuolía
Salt & pipar
Pak choi salat (má nota annað salat)
1-2 vorlaukar
Stappaður fetaostur eftir smekk
1 msk sesamfræ
Ferskur kóríander
Radísuspírur eða alfalfa spírur

Aðferð

  1. Steikið dumplings, brokkólí og edamame baunir uppúr ólífuolíu.
  2. Bætið út í sesamolíu, ólífuolíu, rauðu karríi og pressuðu hvítlauksrifi og hrærið. Saltið og piprið eftir smekk.
  3. Skerið pak choi gróflega og smátt skerið vorlauk og kóríander.
  4. Raðið salatinu á disk eða í skál. Því næst dreifið dumplings blöndunni yfir. Toppið svo með vorlauk, stöppuðum fetaosti, sesamfræjum, kóríander og radísuspírum.
 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FALAFEL MEÐ TAHINI SÓSU

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    8. January 2021

    Nammii girnilegt <3

    • Hildur Rut

      18. January 2021

      Takk elsku Elísabet mín <3

  2. Ingibjörg jónsd

    11. January 2021

    Sælar,

    Hvar fær maður þetta dumlings til að nota í réttinn ?

    • Hildur Rut

      18. January 2021

      Hæ Ingibjörg, það fæst í Fjarðarkaup :)