fbpx

FALAFEL MEÐ TAHINI SÓSU

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Eru margir að taka þátt í veganúar? Hér kemur ein dásamlega holl, góð og einföld vegan uppskrift. Falafel með smjörbaunum og grænum baunum borið fram með kínóa, avókadó, agúrku, fræjum úr granatelpi, steinselju/kóríander og tahini sósu. Ég er alltaf að prófa mig áfram í vegan- og grænmetisréttum og þessi réttur heppnaðist sérlega vel! Ég setti falafel bollurnar í pítubrauð fyrir krakkana og þeim fannst það mjög gott.

1 dós smjörbaunir, 400 g
2 ½ dl frosnar grænar baunir, afþýddar
1 dl steinselja eða kóríander
½ dl spelt
½ dl sesamfræ + auka til að velta bollunum upp úr
1 hvítlauksrif
1 tsk cumin
Salt og pipar

Meðlæti
Kínóa, eldað eftir leiðbeiningum eða keypt tilbúið
Avókadó
Agúrka
Steinselja eða kóríander
Granatepli, fræ

Sósa
3 msk tahini
Safi úr ½ – 1 sítrónu
Ca. 2 cm ferskur engifer, rifinn
Vatn eftir smekk, til að þynna sósuna

Aðferð

  1. Byrjið á því að sigta vatnið frá smjörbaununum og afþýðið grænu baunirnar.
  2. Blandið saman baunum, steinselju eða kóríander, spelti, sesamfræjum, pressuðu hvítlauksrifi, cumin, salti og pipar í matvinnsluvél þar til þetta er orðið að einhversskonar deigi í útliti.
  3. Útbúið litlar bollur úr deiginu (ég notaði teskeið) og veltið þeim uppúr sesamfræjum (má sleppa).
  4. Raðið á smjörpappír í eldfast mót eða á ofnplötu og dreifið ólífuolíu yfir þær.
  5. Bakið þær í 18-20 mínútur við 200°C eða þar til þær eru orðnar aðeins gylltar.
  6. Blandið saman í sósuna. Bætið vatni eftir smekk til að þynna hana og hrærið vel.
  7. Raðið saman í skál eftir smekk: Kínóa, avókadó sneiðum, smátt skorinni agúrku, falafel bollum, fræjum úr granatepli, saxaðri steinselju eða kóríander og dreifið sósunni yfir. Einnig gott að bera fram með hummus.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU !

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FALLEGT SKIPULAG 2021

Skrifa Innlegg