fbpx

OFNBAKAÐ TACOS MEÐ LINSUBAUNUM

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ég elska einfaldar, ljúffengar og hollar uppskriftir og hér kemur taco uppskrift sem tikkar í öll boxin. Taco með tilbúnum linsubaunum frá Oddpods sem ég útbjó í samstarfi við Danól. Odd pods er frábær nýjung hér á landi en þetta eru hollar og  próteinríkar baunir sem eru tilbúnar til notkunar. 

Odd pods býður uppá sex mismunandi baunir en það eru brúnar linsubaunir, kjúklingabaunir, nýrnabaunir, gular linsubaunir, gungo split baunir og chana dal baunir. Þessr baunir eru ekki bara góðar í hina ýmsu rétti, þær má líka borða beint úr pokanum og þær fást í verslunum Nettó. Mér finnast þetta alveg frábærar vörur og ég hlakka til að nota þær í minni matargerð. Auðvelt, gott og þægilegt. Ég notaði brúnu linsubaunirnar í tacoið ásamt nóg af osti, salsa sósu, spínati, blaðlauk, grænu chili og bar fram með dásamlegri sósu, avókadó og kokteiltómötum. 

Fyrir tvo
1 poki Brown lentils frá Oddpods (linsubaunir)
1 dl Salsa sósa
6 litlar tortillur
Ólífuolía
Spínat
Blaðlaukur, smátt skorinn
Grænt chili, smátt skorið (má sleppa)
Rifinn cheddar ostur
Rifinn gouda ostur (eða mozzarella)

Kóríander ranch sósa
2 dl grísk jógúrt
1 tsk salt
1 tsk laukduft
1 tsk hvítlauksduft
2 msk kóríander, smátt saxað (einnig gott að nota steinselju)
1 lime

Meðlæti
Avókadó
Kokteiltómatar

Aðferð

  1. Blandið saman linsubaunum og salsa sósu í skál.
  2. Penslið tortillurnar og brjótið þær saman í tvennt.
  3. Fyllið tortillurnar með spínati, 1-2 msk af linsubaunum, 1-2 tsk af blaðlauki og stráið 2-3 msk rifnum cheddar osti og rifnum gouda osti yfir.
  4. Lokið tortillunum og stráið cheddar- og gouda osti á toppinn.
  5. Bakið tortillurnar í 10 mínútur eða þar til þær eru orðnar stökkar og gylltar.
  6. Blandið öllum hráefnunum í sósuna saman í skál og skerið avókadó og tómata smátt.
  7. Berið tortillurnar fram með sósunni, avókadó og kokteiltómötum. Njótið vel!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL !

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GRILLSPJÓT MEÐ CHIMICHURRI & FERSKUR MAÍS

Skrifa Innlegg