fbpx

OFNBAKAÐ PENNE PASTA MEÐ PESTÓ OG GRÆNMETI

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUppskriftir

Á svona vetrardögum er djúsí og næringaríkur pastaréttur málið. Ég útbjó þennan frábæra pastarétt í samstarfi við Innnes. Bakað penne pasta sem líkist lasagne með nóg af grænmeti, osti, bechamel sósu og rauðu pestói. Bragðgott og dásamlegt með ljúfu rauðvíni.

Uppskrift fyrir 6
500 g penne pasta frá De cecco
4 gulrætur
1 lítill laukur
3 hvítlauksrif
200 g sveppir
1 kúrbítur
200 g brokkólí
250 g kokteiltómatar
1 rautt pestó frá Filippo berio
Ólífuolía
Salt & pipar
Gott að krydda með þurrkaðri basiliku og oregano
½ dl parmigiano reggiano
3 dl rifinn mozzarella
2 dl rifinn havarti ostur

Bechamel sósa
50 g smjör
4 msk hveiti
4-5 dl mjólk
Salt & pipar
Laukduft
2 dl rifinn parmigiano reggiano

Aðferð

  1. Byrjið á því að skera gulrætur, lauk, sveppi, kúrbít, brokkolí og tómata í bita. 
  2. Steikið gulræturnar upp úr ólífuolíu og mýkið þær aðeins.
  3. Bætið svo lauk og hvítlauk saman við og steikið í 2 mínútur á miðlungshita. Setjið sveppi, kúrbít, brokkólí og kokteiltómata saman við. Steikið í 4-5 mínútur og bætið pestóinu saman við og kryddið. 
  4. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum.
  5. Dreifið bechamel sósunni í botninn á ca. 26 x 36 cm eldföstu móti og setjið til skiptis penne pasta, grænmeti og bechamel sósu. Þið ættuð að ná þremur lögum ef þið notið álíka stórt mót og ég. 
  6. Dreifið rifnum mozzarella, havarti osti og parmesan yfir allt saman og bakið inn í ofni við 190°C í 10-12 mínútur. Gott að bera fram með klettasalati og ólífuolíu, Njótið.

Bechamel sósa

  1. Bræðið smjör í potti og bætið hveiti saman við. Hrærið í hveitibollu.
  2. Hellið mjólkinni saman við og hrærið þar til hún hefur þykknað aðeins.
  3. Kryddið eftir smekk og hrærið parmigiano reggiano saman við. Bætið mjólk saman við ef að þið viljið hafa sósuna þynnri.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLIN: BASIL GIMLET

Skrifa Innlegg