fbpx

MJÚKIR KANILSNÚÐAR MEÐ KARAMELLUGLASSÚR

EFTIRRÉTTIR & KÖKURMORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Hvað er betra en nýbakaðir og mjúkir kanilsnúðar? Þessir eru dásamlega góðir og dúnamjúkir. Það besta við þessa uppskrift er að það tekur ekki svona langan tíma að gera þá. Ég sá þessa aðferð á netinu og mig langaði að prófa þetta. Snúðarnir hefast í 20 mínútur í heitum ofni! Algjör snilld því venjulega þá tekur það 1-2 klst að hefast. Glassúrinn setur svo punktinn yfir i-ið. Passar sérlega vel með kaffibollanum eða ísköldu mjólkurglasi.

410 g hveiti
3 msk sykur
1 tsk salt
1 pkn ger
1 dl vatn
0,8 dl mjólk
40 g smjör
1 egg
Fylling
4 msk mjúkt smjör
2 msk kanill
60 g sykur
Glassúr
4 msk flórsykur
1 ½ msk rjómi
6 karamellur frá Walkers + 1-2 msk rjómi
Aðferð
  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Blandið saman hveiti, sykur, salti og geri
  3. Bræðið smjörið og blandið saman við vatn og mjólk. Passið að blandan verði ekki of heit.
  4. Hrærið smjörblöndunni saman við hveitiblönduna og bætið egginu við.
  5. Hnoðið þessu vel saman með höndunum eða í hrærivélinni þangað til að deigið hættir að vera klístrað.
  6. Smyrjið skál með olíu, látið deigið ofan í og leggið viskustykki yfir. Látið deigið hefast í skálinni á meðan þið gerð fyllinguna, í nokkrar mínútur.
  7. Hrærið saman í fyllinguna, smjör, kanil og sykur.
  8. Rúllið deiginu út á smjörpappír eða beint á borðið. Smyrjið fyllingunni yfir deigið, rúllið því upp og skerið í kringum 10-12 bita.
  9. Smyrjið eldfast form og raðið snúðunum í það þannig að það verði smá bil á milli þeirra.
  10. Slökkvið á ofninum þegar það eru ca. 10 mínútur þangað til þið setjið snúðana í hann. Setjið álpappír yfir formið og látið snúðana hefast í heitum ofninum í 20 mínútur.
  11. Takið álpappírinn af þeim og kveikið aftur á ofninum. Stillið á 180°C og bakið í 20-25 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðnir fallegir og gylltir.
    Glassúr
  12. Bræðið karamellurnar og rjóma í potti. Kælið aðeins.
  13. Hrærið saman flórsykur og rjóma.
  14. Blandið bræddu karamellunum saman við flórsykurblönduna. Bætið flórsykur við ef þið viljið hafa glassúrinn þykkari.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

DÁSAMLEGT RISOTTO MEÐ SVEPPUM OG SPÍNATI

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Svana

    29. March 2020

    Mjög spennt að prófa þessa! Gerði snúða í vikunni en þeir voru alltof lengi að hefast fyrir þolinmæði hjá einum litlum:)

    • Hildur Rut

      31. March 2020

      Ooo já, sammála! Mæli með, þessir snúðar klikka ekki ;) Hlakka til að heyra!