fbpx

KJÚKLINGUR MEÐ PARMASKINKU & MOZZARELLA

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ég sá þessa girnilegu uppskrift frá Donna Hay og ég varð bara að prófa að útbúa mína útgáfu í samstarfi við Innnes. Vá vá vá hvað þetta er gómsætur réttur. Kjúklingabringur með ferskum mozzarella og basilíku, vafðar inní parmaskinku og þaktar með panko- og parmesan hjúpi. Það getur bara ekki klikkað. Fullkominn matur til að gera vel við sig. Gott að bera fram með kartöflum, salati og ísköldu rósavíni. Nammi!

Fyrir fjóra
4 kjúklingabringur frá Rose Poultry
16 basilíku laufblöð
8 sneiðar ferskur mozzarella
Pipar
8 sneiðar parmaskinka
3 dl panko raspur
1,5 dl parmigiano reggiano
1/2 dl steinselja, smátt skorin
Ólífuolía

Aðferð

  1. Skerið kjúklingabringurnar til helminga.
  2. Dreifið kjúklingnum á bökunarplötu þakta bökunarpappír.
  3. Setjið tvö basilíkulaufblöð á hverja sneið og eina sneið af mozzarella. Kryddið með pipar eftir smekk.
  4. Vefjið parmaskinkunni utan um kjúklinginn.
  5. Blandið saman panko raspi, parmesan og smátt saxaðri steinselju í skál.
  6. Dreifið raspinum ofan á kjúklinginn og þrýstið aðeins ofan á.
  7. Dreifið vel af ólífuolíu yfir kjúklinginn og bakið í 20-30 mínútur við 180°C eða þar kjúklingurinn er bakaður í gegn.
  8. Berið fram með kartöflubátum og njótið í botn.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

AFMÆLISHELGIN MÍN

Skrifa Innlegg