fbpx

AFMÆLISHELGIN MÍN

PERSÓNULEGT

Ég átti svo ljúfa afmælishelgi að ég verð að deila henni með ykkur í myndum 

Ég varð 35 ára 2. febrúar og byrjaði daginn með dásamlegum morgni með fjölskyldu minni. Mætti í vinnuna og fékk afmælisköku og söng frá bestu vinnuskvísunum mínum.

Ég bauð nánustu fjölskyldu minni í svo gómsætan kvöldmat frá Duck and Rose og freyðivín. Dásamlegur og fallegur matur. Mæli með að skoða veislumatinn frá þeim hér: duckandrose.is/veislusedlar
Ath. ég fékk samstarf í formi afsláttar af matnum.

Taco með rifinni önd , mangó og avokadó salsa, sýrðum lauk, kóriander og trufflumayo
Nautaspjót með sætri trufflusósu
Kjúklingaspjót með rósmarín mayo
Djúpsteiktar rækjur og sæt chili sósa
Mini hamborgari með japönsku mayo
Arancini með arabbiatasósu, klettasalati og feykir ost
Bruschettur með burrata, bökuðum kirsuberjatómat, fíkju og basil
& sætir bitar í eftirrétt

Nammi!!

Skáluðum í ljúffengu bleiku freyðivíni.

Ég fékk svo fallegar afmælisgjafir.

Byrjaði helgina á spelt pönnukökum með grískri jógúrt, berjum, hunangi og hnetusmjör. Uppskrift hér: trendnet.is/hildur-rut/ponnukokur-toppadar-med-griskri-jogurt/

Stungum af til Hveragerðis og gistum á Gróðurhúsinu. Ótrúlega skemmtilegt og flott hótel. Mæli hiklaust með.

Tókum göngutúr í sundlaugina í Laugarskarði og borðuðum á Matkránni. Mjög ljúffengt smörrebröd.

Takk fyrir að lesa elsku þið! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

OFNBAKAÐ CROISSANT MEÐ JARÐARBERJUM OG RJÓMAOSTI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. AndreA

    9. February 2023

    Vá en geggjað & til hamingju með afmælið þitt <3

    • Hildur Rut

      13. February 2023

      Takk elsku Andrea <3