fbpx

FYLLT EGGJALDINN MEÐ FETAOSTI OG GRANATEPLI

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUppskriftir

Hér kemur uppskrift af mjög góðum grænmetisrétti sem tekur enga stund að elda. Ég er búin að minnka kjötneyslu á heimili mínu töluvert og tek oft nokkra daga í viku þar sem ég borða ekkert kjöt. Það er hægt að gera svo ótrúlega margt gott án þess að nota kjöt. Þessi réttur er mjög bragðgóður og mér finnst alls ekki þurfa sósu með honum. Svo er lítið mál að sleppa bara fetaostinum og þá er hann orðinn vegan.

Fyrir 1-2
1 eggjaldinn
2 dl kínóa, eldað
Brokkólí
2 sveppir
1 skarlottulaukur
Salt og pipar
Chili explosion
Ólífuolía, ég nota frá Olifa
½ avocado, skorið smátt
Stappaður fetakubbur, eftir smekk
Granatepli, eftir smekk

Aðferð
  1. Skerið eggjaldinn til helminga og takið aðeins úr því með skeið.
  2. Leggið eggjaldinn á bökunarpappír eða í eldfast mót og dreifið ólífuolíu yfir opna hlutann og saltið og piprið.
  3. Bakið í ca. 20 mínútur við 180°C.
  4. Skerið sveppi, brokkólí og skarlottulauk smátt og steikið á pönnu upp úr olíu.
  5. Blandið kínóa út í og kryddið.
  6. Fyllið eggjaldinn með kínóablöndunni.
  7. Toppið svo með avocado, fetaosti og granatepli eftir smekk.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BOLLAKÖKUR MEÐ DAIM

Skrifa Innlegg