Þessi réttur er tilvalinn í brönsinn um helgina, einnig gott sem morgunmatur eða millimál. Einfalt og gott avókadó fyllt með eggjum, bakað í ofni og borið fram með parmesan osti, sítrónusafa, steinselju og radísuspírum. Ég er með svipaða uppskrift í Avocado bókinni nema þar nota ég rifinn mozzarella í stað parmesan osts.
3 þroskuð avókadó
6 lítil egg
Salt og pipar
Safi úr sítrónu
Rifinn parmesan ostur
Fersk steinselja, söxuð
Radísuspírur
Aðferð
-
Skerið avókadó í tvennt og skafið úr því til þess að gefa egginu pláss.
-
Brjótið eggið í skál og hellið ofan í avókadóið. Ef það er lítið og eggin stór þá passar ekki öll eggjahvítan ofan í það. Þá er gott að geyma restina og nota í eitthvað annað.
-
Saltið og piprið fyllta avókadóið og bakið í u.þ.b. 10-15 mínútur við 190°C eða þar til eggið er tilbúið.
-
Kreistið safa úr sítrónu yfir og stráið parmesan osti, steinselju og radísuspírum yfir allt saman.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS!
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg