fbpx

UPPÁHALDS CHIA GRAUTURINN MINN

GRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRMORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Mér finnst dásamlega gott að byrja daginn á þessum morgunmat. Uppáhalds chiagrauturinn minn sem ég geri mjög oft og ég tek oft tímabil þar sem fæ ég mér þetta daglega, alla morgna! Þetta er svo einfalt og dásamlega gott. Ég blanda alltaf nokkra skammta af chia fræjum og möndlumjólk. Geymi það síðan í ísskápnum. Mér finnst líka nauðsynlegt að fá smá möndlusmjör eða hnetusmjör og ber með hverjum bita.

Uppskrift fyrir 1
3 msk chia fræ
2 dl sykurlaus möndlumjólk t.d. frá Isola
Stevíusýróp (sykurlaust sýróp)
Nokkur jarðaber og hindber (eða önnur ber)
1 msk möndlusmjör eða hnetusmjör
Hampfræ og ristaðar kókosflögur eftir smekk
Aðferð
  1. Blandið saman chia fræjum og möndlumjólk. Hrærið vel saman í byrjun og leyfið svo blöndunni að standa í nokkrar mínútur á meðan þið skerið jarðaberin. Gott að gera nokkra skammta og eiga til í ísskápnum.
  2. Blandið stevíusírópi við chia grautinn eftir smekk.
  3. Toppið grautinn með möndlusmjöri eða hnetusmjöri, smátt skornum berjum, hampfræjum og kókosflögum eða öðru sem ykkur langar í. Mér finnst líka mjög gott að setja frosin ber út í grautinn.


Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

KJÚKLINGUR Í KRÖSTI MEÐ SÆTKARTÖFLUMÚS

Skrifa Innlegg