fbpx

DJÚSÍ OFNBAKAÐ PASTA

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUppskriftir

Ég gerði þennan girnilega og góða pastarétt í samstarfi við Innnes og verð að mæla með þessu! Pasta í dásamlegri ostasósu, ofnbakað með nautahakki. Oft langar mann í eitthvað extra djúsí og þá er þessi réttur alveg málið. Rétturinn kallast „million dollar spaghetti“ en ég ákvað að nota penne pasta í staðinn fyrir spaghetti og það er jafnvel bara betra! Að auki slær hann líka í gegn hjá yngri kynslóðinni!

Fyrir 4-6
500 g nautahakk
250 g tómatpassata
2-3 msk tómatpúrra
1/2 laukur
2 hvítlauksrif, pressuð
Kjötkraftur
Salt og pipar
400 g penne pasta frá De Cecco
3 egg
4 msk steinselja
1 ½ dl Parmigiano-Reggiano
4 msk smjör
2 dl kotasæla
1 Philadelphia ostur
Rifinn mozzarella ostur

Aðferð

  1. Byrjið á að skera laukinn smátt og steikið hann við vægan hita. Bætið nautahakkinu út í og steikið. 
  2. Blandið tómatpassata, hvítlauk og kjötkrafti saman við nautahakkið. Saltið og piprið eftir smekk.
  3. Sjóðið penne pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  4. Skerið steinselju og rífið Parmigiano. Þeytið eggin, steinseljuna og Parmigiano saman í skál.
  5. Sigtið vatnið frá pastanu og setjið aftur í pottinn.
  6. Bætið smjöri og eggjablöndu út í og hrærið. Hrærið kotasælu og rjómaosti út í og setjið pastablönduna í eldfast mót.
  7. Smyrjið nautahakkinu ofan á pastað og stráið mozzarella osti yfir. 
  8. Bakið í 15-20 mínútur við 180°C eða þar til osturinn er bráðnaður. Gott að bera fram með fersku salati.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FYLLT EGGJALDINN MEÐ FETAOSTI OG GRANATEPLI

Skrifa Innlegg