fbpx

BUTTERNUT SQUASH TACO

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR
Butternut squash er afbrigði af graskeri en að mínu viti þá er ekki til neitt íslenskt heiti yfir það. Það er stútfullt af vítamínum og geymsluþolið getur verið nokkrir mánuðir. Graskerið er mjög ljúffengt og passar vel í marga rétti. Þessi uppskrift er einföld og ómótstæðilega góð. Linsubaunirnar passa mjög vel með graskerinu en svo er líka gott að setja svartar baunir eða pinto baunir í staðinn. Einnig er auðvelt að gera réttinn alveg vegan og setja vegan majónes í staðinn fyrir venjulegt.
Fyrir 2-3
Litlar tortillur, soft taco
Butternut squash, grasker
Ólífuolía
Cumin
Cayenne pipar
Kóríander duft
Lauk duft
Salt og pipar
1 dl rauðar linsubaunir
2 Avókadó
Safi úr lime
Ferskur kóríander, smátt skorinn (má sleppa)
Tilbúin salatblanda í poka (blanda af káli, hvítkáli, gultótum og rauðkáli)
4 msk majónes
1-2 tsk sambal oelek
Aðferð
 1. Skerið hýðið af graskerinu og skerið það í litla bita.
 2. Setjið graskerið í eldfast mót og dreifið ólífuolíu yfir. Kryddið með cumin, cayenne pipar, kóríander dufti, salti, pipar og hrærið saman.
 3. Bakið við 190°C í 25-30 mínútur eða þar til graskerið er orðið mjúkt. Hrærið 1-2 sinnum í því á meðan það er að bakast.
 4. Sjóðið linsubaunirnar á meðan graskerið er að bakast. Sjóðið þær í 2,5 dl vatni í 15-20 mínútur. Saltið og piprið.
 5. Hrærið majónesi og sambal oelek saman og blandið saman við salatblönduna.
 6. Stappið avókadó. Kreistið yfir það smá safa úr lime og saltið.
 7. Steikið tortillurnar uppúr ólífuolíu þar til þær verða stökkar. Passið að brenna þær ekki. Brjótið þær saman á pönnunni á meðan þær eru ennþá mjúkar.
 8. Fyllið tortillurnar með hrásalatinu, linsubaununum, avókadó og graskerinu. Toppið svo með ferskum kóríander.
   

   Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

  VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

  // HILDUR RUT

  INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LÚXUS BLEIKJA Á 30 MÍNÚTUM

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Guðrún

  11. August 2020

  Ég hef séð þetta kallað barbapabba grasker, finnst það mjög sætt nafn og nota það núna.
  Girnilegt

  • Hildur Rut

   19. August 2020

   Æj hvað það er sætt? takk fyrir það