fbpx

LÚXUS BLEIKJA Á 30 MÍNÚTUM

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Ég elska einfaldar uppskriftir og þessi er einstaklega einföld og hentar sérlega vel í byrjun vikunar. Bleikja með spínati, fetaosti, sólþurrkuðum tómötum, döðlum og ólífuolíu. Þessi blanda er einstaklega ljúf og mér finnst alls ekki nauðsynlegt að bera þetta fram með sósu. Quinoa eða bakaðir kartöflubátar og ferskt salat er gott meðlæti með bleikjunni. Mér finnst mjög gott að blanda fersku grænmeti við quinoa. Mæli með að þið prófið þetta. Ferskt, hollt og gott!

Fyrir 2-3
500 g bleikja
1 dl spínat
1 dl fetaostur
1 dl sólþurrkaðir tómatar
10 döðlur
2 msk ólífuolía
Salt & pipar

Aðferð:

  1. Skerið spínatið, sólþurrkuðu tómatana og döðlurnar smátt og stappið fetaostinn.
  2. Blandið öllu saman í skál ásamt ólífuolíunni.
  3. Leggið bleikjuna á bökunarplötu þakta bökunarpappír og látið roðið snúa niður.
  4. Saltið og piprið bleikjuna.
  5. Dreifið spínatblöndunni jafnt ofan á bleikjuna og bakið hana í 15 mínútur við 200°C eða þar til bleikjan er orðin fullelduð. Gott að bera hana fram með fersku salati og quinoa eða kartöflum.

 Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

JALAPENO- & CHEDDAROSTASTANGIR

Skrifa Innlegg