fbpx

JALAPENO- & CHEDDAROSTASTANGIR

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIRVEISLUR

Mjög einfaldar og ljúffengar ostastangir með cheddar osti og jalapeno sem rífur aðeins í. Í uppskriftinni eru einungis 4 innihaldsefni ásamt salti og pipar. Tilvaldar í veisluna eða partíið. Ég hef nokkrum sinnum verið með þær í veislum og þetta er alltaf jafn gott! Mér finnst gott að bera stangirnar fram með sýrðum rjóma eða blanda saman sýrðum rjóma, avocado, smá sítrónusafa, salti og pipar.

Uppskrift gerir 12 stangir
300 g tilbúið smjördeig
1 eggjarauða
1/2-1 dl jalapeno úr krukku
4 dl cheddar ostur
Salt og pipar

Aðferð

 1. Rífið cheddar ostinn og skerið jalapeno smátt.
 2. Fletjið deigið út í tvo eins fleti, ca. 30×40 cm ferninga á sinn hvorn bökunarpappírinn. Penslið annan ferninginn með helmingnum af eggjarauðunni.
 3. Dreifið helmingnum af ostinum og öllu jalapenoinu jafnt yfir. Saltið og piprið.
 4. Leggið hinn ferninginn af deiginu yfir. Gott að vera með bökunarpappírinn á deiginu og draga hann síðan rólega af. Þetta kemur í veg fyrir að deigið slitni.
 5. Penslið með afganginum af eggjarauðunni. Stráið restinni af ostinum yfir og skerið í 12 sneiðar. Takið sneiðarnar upp eina í einu og snúið upp á þær.
 6. Leggið þær á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið við 200°C í 12-15 mínútur.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LJÚFIR & EINFALDIR KORNFLEX NAMMIBITAR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Arna Petra

  7. June 2020

  NAMMM!!

  • Hildur Rut

   12. June 2020

   Svoo gott!?