fbpx

LJÚFIR & EINFALDIR KORNFLEX NAMMIBITAR

EFTIRRÉTTIR & KÖKURUPPSKRIFTIRVEISLUR

Að eiga þessa nammibita gerir lífið svo sannarlega ljúft um helgar og passar sérlega vel með kaffinu. Þeir eru ómótstæðilega góðir og tekur enga stund að útbúa. Hnetusmjörsbragðið er svo gott og kornflexið gerir þetta svo krönsí. Algör snilld að eiga þetta til í frystinum. Mæli með að skella í þetta um helgina.

8 dl kornflex
2-3 dl síróp
⅔ hnetusmjörkrukka, ég nota frekar þunnt og mjúkt
200 g suðusukkúlaði
40-50 g hvítt súkkulaði
Aðferð
  1. Bræðið hnetusmjör og síróp í potti og blandið saman.
  2. Hrærið kornflexinu út í. Bætið við kornflexi ef ykkur finnst blandan of blaut.
  3. Dreifið blöndunni í skúffukökuform eða eldfast mót. Mæli með að setja smjörpappír undir. Geymið inn í frysti á meðan þið bræðið súkkulaðið.
  4. Bræðið suðusúkkulaði og hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði í sitthvorri skálinni.
  5. Dreifið suðusúkkulaðinu jafnt yfir kornflexblönduna. Skreytið svo með hvíta súkkulaðinu. Kælið í fyrstinum í klukkustund.
  6. Skerið í litla bita og geymið í frystinum.

 

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

JARÐABERJABAKA MEÐ KARAMELLUFYLLTU SÚKKULAÐI

Skrifa Innlegg