fbpx

JARÐABERJABAKA MEÐ KARAMELLUFYLLTU SÚKKULAÐI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUppskriftir

Gerði þessa dásamlegu jarðaberjaböku í samstarfi við Innnes og hún er svo góð og einföld! Þessa hef ég margoft gert og hún er alltaf jafn góð! Milka með toffee creme fer með kökuna á annað level og setur punktinn yfir i-ið! Eina sem þarf í bökuna eru fersk jarðaber, hveiti, sykur, smjör og Milka súkkulaði. Hún er tilvalin sem eftirréttur og mér finnst best að bera hana fram með ís (rjómi er líka góður). Ég mæli með að útbúa hana í bústaðarferðunum í sumar þar sem hún er svo einföld. Það hef ég oft gert og þá tekið nákvæmlega það hráefni sem þarf í hana þannig að eina sem ég þarf að gera er að setja innihaldið saman og inn í ofn. Mjög þægilegt!

Fyrir 3-4
300 g jarðarber
100 g smjör við stofuhita
100 g sykur
100 g hveiti
Milka með toffee creme

Aðferð

  1. Skerið jarðaberin í tvennt, leggið þau í eldfast mót.
  2. Blandið saman með höndunum smjöri, sykri og hveiti.
  3. Dreifið deiginu yfir jarðarberin og að lokum Milka súkkulaðinu yfir deigið.
  4. Bakið við 190°C í ca. 40 mínútur.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN : GIN FIZZ

Skrifa Innlegg