NÝTT & SPENNANDI FRÁ REAL TECHNIQUES

BURSTARSAMSTARF
*Vörurnar fékk ég að gjöf/sýnishorn

 

Þið munið eflaust taka mikið eftir því hérna á blogginu hvað ég elska Real Techniques bursta mikið. Ég er alltaf svo spennt þegar ég sé nýjungarnar frá þeim. Ég fékk um daginn að gjöf nokkur sýnishorn af nýjungunum sem eru komnar í verslanir núna og langaði að sýna ykkur þær.

 

FLAWLESS BASE SET

Þetta sett mun koma í staðinn fyrir Core Collection og heitir Flawless Base Set. Ég er mjög spennt yfir þessum breytingum en eina sem þau breyttu var Flat Foundation Brush og núna í staðinn er kominn Square Foundation Brush.

BROW SET 

Þessu setti er ég mjög spennt fyrir! Þetta er nýjasta augabrúnasettið frá RT og verður fullkomið í förðunarkittið. Ég er strax byrjuð að nota þetta og skærin eru æði til þess að klippa augnhár til.

EYESHADE + BLEND

Þetta er alveg nýtt en núna er RT komin með sett með aðeins tveimur burstum í. Burstanir eru hinsvegar ekki nýir en þeir voru í Starter Set. Þetta er æðislegt því að maður notar þessa bursta svo mikið og svo gott að geta keypt þá staka saman.

LIP COLOR + BLUR

Þetta er varalitasett og æðislegt til þess að móta varirnar og blanda varalitnum.

EXPERT CONCEALER BRUSH

Þetta er bursti sem var hannaður eftir Expert Face Brush sem er einn vinsælasti burstinn hjá RT. Hann er alveg eins og förðunarburstinn nema minni. Þessi er æðislegur til þess að blanda hyljara undir augun.

EYE DETAIL + DEFINE

Þetta er alveg nýtt og er þetta sett sérstaklega hannað til þess að ná hinum fullkomna eyeliner. Burstarnir eru mjög nákvæmnir og geta því auðveldlega gert hin fullkomna eyeliner.

EYE SMUDGE + DIFUSE

Þetta sett er ætlað til þess að dreifa vel úr litnum undir augunum og eru góðir í öll smáatriði. Síðan fylgir líka yddari með þessu setti.

ENHANCHED EYE SET 

Síðast en alls ekki síst en þá er það nýja betrumbætta augnskuggasettið frá RT. Þetta sett hefur allt til þess að gera fallega augnförðun. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu setti!

Það fylgja ekki lengur töskur með öllum settunum heldur falleg hvít box til þess að geyma burstana í. Ég er ótrúlega hrifin af þessum boxum. Mér finnst þau ótrúlega stílhrein og falleg á snyrtiborð.

Ég hlakka til að sýna ykkur þessi sett betur á næstu vikum og segja ykkur betur frá þeim.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

VIKAN: MÍNAR UPPÁHALDS SNYRTIVÖRUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    7. June 2017

    Real Techniques eru svo góðir – langar að prufa þessa! x

    • Guðrún Sørtveit

      7. June 2017

      Já þú þarft þessa! Elska burstana frá RT <3