*Færslan er í samstarfi við Augað
Halló!
Ég hef lengi ætlað að fá mér gleraugu eða alveg síðan í menntaskóla. Ég fékk mín fyrstu gleraugu þegar ég var 12 ára en það voru lesgleraugu. Þetta var þó mjög erfiður tími til að byrja að nota gleraugu og langaði mig ekkert að vera með þau haha. Síðan í menntaskóla fór ég að finna fyrir því hvað mig vantaði gleraugu en frestaði því alltaf. Ég ákvað síðan loksins núna að láta verða að því og er ótrúlega ánægð með gleraugun sem ég valdi mér. Gleraugun mín sem ég valdi mér eru frá merkinu Barton Perreira og fást í Augað gleraugnaverslun sem er staðsett í Kringlunni. Þau eru með gríðalega flott úrval af gleraugum og er því auðvelt að finna eitthvað við sitt hæfi.
Barton Perreira er bandaríkst merki sem er handunnið í Japan. Patty Perreira er einn þekktasti gleraugnahönnuður samtímans og hefur meðal annars unnið fyrir stærstu tískumerki heims. Það er ótrúlegt að sjá öll smáatriðin á umgörðunum og eru gleraugun líka einstaklega létt, sem mér finnst frábær kostur og finn ég því varla fyrir þeim. Ég var lengi að ákveða hvort ég ætti að fá mér gyllta umgjörð eða glæra en ákvað síðan að fá mér glær með smá bleikum undirtón. Þetta eru lesgleruaugu en langar helst núna að vera með þau alltaf haha!



Elska smáatriðin xx


Ég er svo ánægð með þau!
Mig langaði líka að segja ykkur frá því að það eru Barton Perreira dagar í Auganu frá 21.febrúar til 28.febrúar og verður því 20% afsláttur af Barton Perreira gleraugum. Síðan er ég með afsláttarkóða fyrir ykkur sem virkar á öll gleraugu í Auganu og gefur ykkur 10% afslátt ef þið sýnið færsluna eða segist vera fylgja mér!
Skrifa Innlegg