Halló! Mig langar svo að deila með ykkur skemmtilegu námskeiði sem er eftir viku og verður haldið í Make-up Studio Hörpu Kára, þar sem ég vinn sem stundakennari. Þetta er Red Carpet Masterclass sem Ísak Freyr, förðunarsnillingur, er að halda í samstarfi við Make-up Studio-ið.
Ísak Freyr er förðunarfræðingur sem er búsettur í London og hefur náð að skapa sér nafn innan alþjóðlega förðunarheimsins. Hann hefur unnið út um allan heim og hefur farðað stórstjörnur á borð við Katy Perry, Cara Delevingne, Cate Blanchett og Olgu Kurylenko í gegnum tíðina. Ísak leggur mikla áherslu á fullkominn grunn og fer oft óhefbundnar leiðir þegar kemur að förðun til að ná fram þeirri útkomu sem hann sækist eftir. Hann þekkir það vel hvernig er að vinna undir miklu álagi og hvernig á að bregðast við ólíkum aðstæðum sem geta myndast í starfi förðunarfræðingsins.
Þetta er einungis brot af því sem Ísak hefur gert og ég mæli með að fylgja honum á instagram @isakfreyrhelgason –
Ég er sjálf að fara og er ótrúlega spennt! Það skemmtilega við förðun er að maður er alltaf að læra og maður er aldrei “búin” að læra allt. Ég hef farið á nokkur Masterclass hjá allskonar förðunarfræðingum og ég er alltaf jafn hissa hvað ég læri mikið. Þetta er líka mjög flott viðbót á ferilskrána en ég reyni alltaf að grípa öll svona tækifæri til þess að fá meiri reynslu og gera mig að verðmætari förðunarfræðingi. Þetta námskeið er þó ekki bara fyrir förðunarfræðinga heldur alla sem hafa áhuga á förðun og vilja læra eitthvað nýtt. Það verða veglegir gjafapokar í boði frá YSL sem inniheldur nokkrar af uppáhalds vörum Ísaks og einnig verður boðið uppá léttar veitingar.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg