fbpx

VÖRUR SEM ÉG MÆLI MEÐ: HEILSUDAGAR NETTÓ

PlöntufæðiSAMSTARFvegan

Nú er vika eftir af Heilsudögum Nettó. Mig langar því að segja ykkur  frá vörum sem ég mæli með. Heilsuvörur geta verið dýrar og því er um að gera að nýta sér afsláttinn og ofurtilboðin. Bláber eru t.d. á ofurtilboði (50%) í dag og við vitum öll hvað þau eru dýr!

Ég sé þriðjudaginn 2. okt í hillingum þar sem grunnurinn í mínum daglega hræring, grænkál, er á ofurtilboði! Dökk græn fæða er það hollasta sem við getum látið ofan í okkur. Grænkál er stútfullt af vítamínum og steinefnum. Gerir góða hluti fyrir þol, úthald og endurheimt. Hér er uppskrift af mínum daglega ofurhræring: http://trendnet.is/beggiolafs/graenn-ofurhraeringur/

Uppáhalds “nammið” mitt. Hrábarir sem innihalda mestmegnis döðlur og kasjúhnetur. Þeir eru án viðbætts sykurs, glútens og mjólkurafurða. Góður kostur þegar mér langar í eitthvað sætt. Peanut Delight bragðið er í miklu uppáhaldi!

Hafa lengi verið nefnd fæða hlauparans því þau geta aukið súerfnisupptöku, gefa góða orku sem endist lengi og komið í veg fyrir að líkaminn þorni upp.

Sumir segja að rauðrófusaf smakkist eins og mold og mér fannst það líka fyrst. Í dag finnst mér hann fínn. Burt séð frá bragðinu þá er rauðrófusafi frábær fæða fyrir alla, sérstaklega fyrir fólk sem stundar mikla hreyfingu. Rauðrófusafi inniheldur nítrat sem víkkar bláæðarnar, eyku blóðflæði og gerir vöðvunum kleift að þurfa minna súrefni til að vinna. Það þýðir að þú getur hlaupið hraðar í lengri tíma þar sem þú verður ekki jafn fljótt þreytt/ur. Gott er að skella í sig tæplega hálfum lítra tveimur tímum fyrir átök.

Hrikalega gott plöntuprótein. Fyrir mér er þetta prótein smá spari. Ég fæ mér þetta þegar ég hef ekki verið nógu duglegur að innbyrgða prótein yfir daginn og þegar mér langar í eitthvað gott. Ég bý oft til spari hræring með þessu próteini. Hann inniheldur: plöntumjólk, möndlusmjör, banana, bláber, maca duft og að sjálfsögðu próteinið!

Þessi hollu fræ innihalda gott magn af próteini, trefjum, andoxunarefnum og öðrum mikilvægum næringarefnum. Hamprfræ eru líka bólgueyðandi, auka blóðflæði og hjálpa til við endurheimt. Tilvalin viðbót við hræringinn!

Green phytofoods frá NOW er bætiefni sem inniheldur mikið af grænni fæðu, jurtum, trefjum og ensímum. Varan inniheldur meðal annars spirulinu, spínat, hveitigras, chlorella og brokkolí. Gott fyrir þá sem vilja auka inntöku á grænni fæðu með auðveldum hætti. Fínt að henda þessu í hræringinn eða taka sem heilsuskot.

Í fyrsta lagi þá er þetta besta hnetusmjör sem ég hef smakkað. Ég gæti klárað heila krukku eintóma á skömmum tíma. Í öðru lagi er þetta kaloríurík, orkumikil og næringarík fæða sem inniheldur holla fitu, prótein, magnesíum og járn. Ég mæli með að fá sér kasjúsmjör með eplum eða döðlum og  setja það út á chia- og hafragrautinn.

Viltu spara þér pening? Baunir eru fáránlega ódýrar og henta vel sem hádegis/kvöldmatur ásamt meðlæti. Að innbyrgða baunir er góð leið til að bæta plöntufæði í mataræðið . Dæmi um baunir sem ég borða: Nýrnabaunir, svartar baunir, kjúklingabaunir og linsubaunir.

Koffíndrykkja æðið á Íslandi ætlar engan endir að taka. GoGo inniheldur hinsvegar engin skaðleg sætuefni og með því sker hann sig frá flestum öðrum orkudrykkjum. Ég fæ mér GoGo þegar mér langar í eitthvað sætt og þegar ég tími að sleppa kaffinu!

Maca getur aukið orku, þol og einbeitingu sem eru lykilþættir í íþróttum. Maca hefur líka verið talið hafa góð áhrif á kynhvöt. Ég fæ mér Maca í töfluformi á hverjum degi en duftið úr hylkjunum er líka braðgott og mjög góð viðbót í þeytinginn, grautinn og baksturinn.

Ég gæti skrifað heila BSc ritgerð um allar vörunar sem mér langar í á heilsudögum Nettó en við verðum að eiga það inni. Ef þið viljið sjá fleiri vörur sem ég mæli með, þá endilega gluggið í Heilsublaðið. Það er líka klikkuð uppskrift þar að góðu bananabrauði.

Ég hvet alla að nýta sér Heilsudaga í Nettó. Ég ætla samt ekki að taka ábyrgðina á því að þú verðir allt í einu komin/n með miklu fleiri vörur í innkaupakerruna heldur en að þú ætlaðir þér!

Millivegurinn #2 - Jón Arnór

Skrifa Innlegg