fbpx

GRÆNN OFURHRÆRINGUR

Halló kæru lesendur,

Það kemur ansi oft fyrir að ég láti mynd eða myndbandsupptöku af græna hræringnum mínum í story á instagram: @beggiolafs. Ég hef fengið ófáar fyrirspurnir um innihaldsefnin í honum og langar mér að deila því með ykkur.

Eitt af mínum heilráðum hvað varðar mataræði er að bæta inn dökk grænni fæðu í mataræðið. Þá er ég aðalega að tala um grænmeti eins og grænkál, spínat, rauðrófublöð, brokkolí, spirulínu og fleira. Þessi fæða er afar næringarmikil, gefur góða orku og gerir góða hluti fyrir endurheimt.

Ein frábær leið til innbyrgða meira grænt er að drekka salat. Hljómar ekki vel en hinsvegar er það ekki alslæmt. Það er nefnilega hægt að búa til ágætis hræring sem inniheldur vel af grænu. Hræringurinn hér að neðan er tilvalinn sem morgunmatur eða/og fyrir eða eftir átök. Það er misjafnt hvað ég læt í hræringinn og það fer alfarið eftir hvað er til heima. Það er ekkert heilagt í þessu og þú þarft alls ekki að eiga öll innihaldsefnin. Endilega prófaðu þig áfram og finndu þína útgáfu!

Innihald

  • 75 gr grænkál/spínat
  • 2 bananar
  • 1 appelsína
  • 1 msk möndlusmjör
  • 2 msk hampfræ
  • 2 msk chiafræ
  • 1/2 msk maca duft
  • 1/2 msk kanill
  • 1 msk Green Phytofoods frá Now
  • 1 bolli af frosnum bláberjum
  • Fylla upp í með vatni

Innihaldsefnin fara rakleiðis í blandarann. Þessi uppskrift er miðuð við líter. Það er tilvalið að fá sér hálfan líter í morgunmat og hálfan eftir æfingu!

LEIKDAGUR | VLOG 10

Skrifa Innlegg