fbpx

VELDU HUGREKKI UMFRAM ÞÆGINDI

andleg heilsaandleg vellíðan

Við höldum mörg hver að hið þæginlega líf án allra áhyggja sé lífið sem mun veita manni mestu ánægju. Margir hugsa sér um að eiga heima í útlöndum, drekkandi kokteila daglega, með nóg af pening til að gera það sem þú vilt án þess að þurfa gera neitt sé hið fullkomna líf. Við bíðum líka oft eftir að lífið verði þæginlegt. Þegar við erum að gera eitthvað krefjandi þá getum við hreinlega ekki beðið eftir að líða þæginlega.

Að halda að við náum eitthverjum stað í lífinu þar sem þú munt upplifa langvarandi þægindi og hamingju er kjaftæði, því miður. Við höfum öll verið þarna, bíðandi eftir því að verða hamingjusöm og að lifa þæginlegu lífi en þegar við mætum á staðinn sem á að veita okkur þetta allt saman þá verðum við alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðum.

Málið með þægindin er að þau hljóma vel en þau koma þér ekki áfram í lífinu. Þegar þú kýst þægindi, þá kýstu engan lærdóm né vöxt í lífinu. Þegar þú vex eða lærir ekkert í lífinu, þá verðuru veikari einstaklingur. Þegar þú verður veikari einstaklingur með hverju augnabliki, þá líður þér ekki vel.

Þægindi veita manni skammtíma vellíðan því þau veita manni öryggi og forðar manni frá óvissu, óþægindum og kvíðanum sem því fylgir því að gera eitthvað krefjandi. Hljómar vel en það kemur í bakið á þér seinna meir að velja þægindin. Þú dregur ávinninga seinna meir ef þú ferð erfiðu leiðina. Þú frestar því sem gefur þér vellíðan núna fyrir það sem mun gefa þér meiri vellíðan seinna.

Hvernig förum við erfiðu leiðina? Með því að sýna hugrekki. Hvernig sýnum við hugrekki? T.d. Með því að gera neðangreinda hluti, þrátt fyrir óþægindin, óvissunni og kvíðanum sem því fylgir.

Með því að þora að vera við sjálf

Með því þora stefna á eitthvað með öllu okkar hjarta

Með því að þora segja sannleikann

Með því að þora að biðja um hjálp

Með því að þora að segja nei

Með því að þora líta á hver í raunverulega við sjálf erum og samþykkja það sem við sjáum í staðinn fyrir að dæma okkur fyrir það

Með því að þora tjá tilfinnigarnar okkar

Þitt er valið, þægindi eða hugrekki. Þú getur ekki valið hvoru tveggja. Hvort þú velur hefur áhrif á lífið þitt. Þæginlega lífið er óspennandi. Lífið er ævintýri sem inniheldur spennandi óvissu sem lætur þig vera virkilega á lífi. Hugrekki styrkir þig sem einstkaling. Veldu hugrekki, það er mikilvægasta verkfæri lífsins.

MILLIVEGURINN #31 - VIGFÚS BJARNI SJÚKRAHÚSPRESTUR

Skrifa Innlegg