fbpx

SKELLTU ÞÉR Í HEITT BAÐ!

andleg vellíðanSamstarfvegan

Slakaðu á og gefðu þér tíma í þig sjálfa/n. Settu súrefnisgrímuna á þig sjálfan áður en þú setur hana á barnið. Hvort sem það er að lesa góða bók, hreyfa þig, fá þér gott kaffi eða jafnvel fara í heitt bað. Ég hef aðeins verið að vinna með að fara í heitt bað sem hluti af minni kvöldrútínu til að róa hugann og slaka á eftir amstur dagsins. Ég læt renna í bað, set jafnvel eitthvað skemmtilegt podcast á og eyði smá tíma með sjálfum mér.

Ávinningarnir sem fylgja því að fara í heitt bað á kvöldin eru nokkrir. Það er gott fyrir svefninn, þar sem líkaminn eyðir orku í að komast í rétt hitastig og því verðum við þreyttari og eigum auðveldara með að sofna og sofum gæðameiri svefni.

Það er góð núvitund að fara í bað og það róar hugann. Við könnumst öll við þegar hausinn er milljón þegar við erum að fara sofa, stanslausar áhyggjur af verkefnum morgundagins eða yfir lífinu yfirhöfuð. Í fullkomnum heimi, þá myndi ég fara í heitt bað á hverju kvöldi.

Þessvegna var ég mjög ánægður með þegar Dr. Teals hafði samband við mig til að athuga áhuga á samstarfi. Dr. Teals eru baðvörur sem hafa skapað sér sérstöðu á amerískum markaði. Baðvörurnar innihalda epsom sölt, sem samanstendur af magnesíum og súlfati. Magnesíum súlfat getur haft ýmsa heilsufarsávinninga eins og að róa þreytta vöðva, minnka verki, fjarlægja dauðar húðfrumur, bæta svefn og minnka stress.

 

Dr. Teals er með þrjár vörur til sölu á Íslandi og þær innihalda allar epsom salt: Ilmandi baðsölt, sturtusápa og freyðibað. Þær koma í tveimur ilmum, Lavender og Engifer. Ég vinn mest með baðsöltin í baðið og sturtusápuna og finnst báðir ilmirnir bara mjög góðir.

Ég vil bara vinna með vörumerkjum sem mér líkar vel við og trúi á. Mér fannst algjör snilld að ég gæti fengið frekari ávinninga af heitu baði heldur en ég gerði. Nú hef ég verið að vinna með þessar vörur í smá tíma og mér líkar afar vel við þær. Ég elska að fara í bað eftir erfiðan æfingardag þegar ég er stífur til að flýta fyrir endurheimt, sem er einn mikilvægasti þáttur í íþróttum í dag.

Þannig hvort sem þú vilt slaka á eftir erfiðan dag, flýta fyrir endurheimt, bæta svefninn þinn og jafnvel minnka verki, þá gæti verið sterkur leikur slá tvær flugur í einu höggi með því að skella sér í heitt bað og lauma Dr. Teals í baðkarið. Vörurnar fást í Hagkaupum, Lyf og Heilsu, Lyfju og fleiri verslunum!

 

 

 

MILLIVEGURINN #6 - HERRA HNETUSMJÖR

Skrifa Innlegg