fbpx

PLÖNTUFÆÐI FYRIR BYRJENDUR: INNKAUPALISTI

andleg heilsaPlöntufæðiSamstarf

Ég ætla slá tvær flugur í einu höggi: Segja ykkur frá einföldum og hagnýtum upplýsingum þegar maður byrjar að fikra sig áfram í plöntufæði og benda ykkur á Heilsudaga Nettó í leiðinni. Þannig getið þið lært inn á plöntufæði og verslað plöntufæði á ódýrara verði en vanalega.

Ég hafði samband við Nettó fyrir stuttu og var svo heppinn að þau vildu vinna með mér. Það er stútfullt úrval af heilsusamlegu plöntufæði í búðunum þeirra og ég elska það. Ég hef líka verið aðdáandi af Heilsudögum í nokkur ár og ég verð eins og lítill krakki á jólunum þegar þeir standa yfir.

Hvað er plöntufæði?

Plöntufæði er semsagt óunnin matur sem við fáum úr plönturíkinu. Plöntufæði inniheldur ávexti, grænmeti, baunir, hnetur, fræ og kornvörur. Engin dýr eða dýraafurðir eru í plöntufæði. Að vera vegan og að borða heilnæmt plöntufæði er ekki alveg það sama. Þeir sem eru vegan eru ekki endilega að spá í heilsunni sinni, þó það sé oft raunin líka. Oreo og Doritos er vegan en ég myndi ekki telja það sem holla plöntufæðu.

Hvernig byrja ég að borða plöntufæði?

Ef þú ert byrjuð/aður að spá í plöntufæði er ansi líklegt að þú viljir gera það fyrir heilsuna þína, fyrir umhverfið eða siðferðiskenndina. Það getur verið gott að velta fyrir sér afhverju þú vilt prófa að byrja borða plöntufæði því þá ertu líklegri að viðhalda því og ólíklegra er að þú dettir af sporinu.

Það er smá vinna að koma sér inn í plöntufæði en eins og með allar venjur þá eru þær alltaf erfiðar til að byrja með og svo verða þær eins og sjálfsagður hlutur. Mér finnst mikilvægast að henda sér í óvissuna og byrja bara. Maður þarf ekkert að vita allt áður en maður byrjar. Oft er fyrsta skrefið mikilvægast.

Innkaupalisti

En hvað er fyrsta skrefið? Að versla plöntufæðið. Því ætla ég að deila með ykkur léttum innkaupalista. Þetta er allt matur sem ég hef unnið með að kaupa í gegnum tíðina.

Ávextir og grænmeti

Ávextir: Bananar, epli, perur, bláber, jarðaber, appelsínur, avocado, engifer, sítrónur, melónur, mangó, túrmerik, vínber

Grænmeti: Grænkál, spínat, brokkolí, blómkál, gulrætur, paprika, laukur, hvítlaukur, sætar kartöflur.

Gott að kaupa sumt af þessu frosið, það er ódýrara og hrikalega gott að henda því í hræringinn.

Tips: Nýttu þér ofurtilboðin á þessum dögum:

Baunir

Kjúklingabaunir, svartar baunir, linsubaunir, nýrnabaunir, tófú

Frábær og ódýr fæða. Gott sem hluti af hádegismat, kvöldmat eða þegar þú vilt skella í hummus til að eiga sem millimál. Ég vinn með baunirnar frá Banalun. Ég og Hildur borðum Tofu nánast í hvert einasta skipti sem við eldum kvöldmat. Frábær próteingjafi.

Hnetur og fræ

Kasjúhnetur, möndlur, möndlusmjör, hnetusmjör, kasjúhnetusmjör, hampfræ, chiafræ, hörfræ, graskersfræ, sólblómafræ.

Hrikalega prótein- og orkurík fæða. Ég nota vörurnar frá Himneskri hollustu og ég elska smjörin frá Monki.

Kornvörur:

Hafrar, hrísgrjón, kínóa.

Vinn ekki mikið með þessa fæðu en það kemur þó fyrir að ég skelli í hafragraut og hendi í kínóa með kvöldmatnum!

Plöntumjólk

Möndlumjólk, Kókosmjólk, haframjólk.

Mikilvægt að prufa sem flestar og finna hvaða mjólk maður fýlar best.

Bætiefni:

 

B12 vítamín – eina bætiefnið sem þú þarft nauðsynlega á plöntufæði. Það fæst aðallega úr kjöti og því hrikalega mikilvægt að taka það inn meðfram plöntufæðinu.

Önnur bætiefni sem ég vinn með fyrir áhugasama:

Prótein Plant Complex (súkkulaðibragð) – Það er nóg af próteini í plöntufæði en mér finnst stundum gott að lauma þessu próteini í hræringinn minn.

D-vítamín – sérstaklega mikilvægt yfir vetratímann á Íslandi!

Green Phytofoods – Einföld leið til að ná meira af grænu stöffi inn sem er svo hollt fyrir okkur.

Rhodiola – Gott fyrir líkamann til að aðlagast stressi.

Meltingagerlar – Magaflóran er gífurlega mikilvæg fyrir okkar heilsu. Meltingargerlar styðja við heilbrigða flóru.

Curcufresh – Túrmerik er ein mest bólgueyðandi fæða í heiminum og er rík í andoxunarefnum. Hrikalega holl jurt.

Allar þessar vörur eru frá NOW.

Hollt nammi:

Dökkt súkkulaði, popp, NAKD döðlustykki, vínber, bláber, jarðaber, bananaís (úr fosnum bönunum)

Heilsudagar Nettó

Þú færð allar þessar vörur á heilsudögum Nettó. Þeir standa yfir 12 til 22 sept. Þú ert líklega kominn með heilsudagsbæklinginn heim til þín og þar getur skoðað fleiri vörur og frekari tilboð. Ég mæli með að kíkja í næstu Nettóverslun og gera kjarakaup. Verslanir Nettó eru umhverfisvænar og leggja mikla áherslu á almenn heilbrigði.

Hvað ber að varast? 

  • Borðaðu fjölbreytt. Borðaðu úr öllum fæðuflokkunum hér að ofan.
  • Borðaðu nóg af kaloríum. Plöntufæði er ekki bara spínat og grænkál. Það gæti enginn lifað einungis á því. Lengi sem þú borðar nóg af kaloríum þarftu ekki að haga áhyggjur af próteini.
  • Viðbrögð annarra. Ein helsta áskorunin mín við plöntufæði voru viðbrögð annarra. Sumir eru fordómafullir en aðrir skilja þetta mjög vel. Vertu hugrökk/akkur.

Lokaorð – Prófaðu þig áfram.

Ég ætla ekki að deila með ykkur uppskriftum þar sem þessi bloggpóstur nú þegar orðinn alltof langur. Google er besti vinur þinn. Leitaðu og skoðaðu girnilegar uppskriftir sem þér líst vel á. Það er endalaust til af girnilegum grænmetisréttum og það er hægt að grænmetisvæða nánast alla kjötrétti. Þetta er spenandi tilraunarstarfsemi. Finndu út hvað þér finnst gott og prófaðu þig áfram. Þú ert þinn besti sérfræðingur.

Að lokum finnst mér mikilvægt að nefna að þú ert ekki fallin/n þó þú dettir af sporinu einu sinni. Allar breytingar í átt að plöntufæði eru jákvæðar og þú þarft ekki að skilgreina þig sem eitt né neitt. Þó svo að eitt dekk springi á bílnum þá ferðu ekki með hníf og sprengir hin þrjú. Aftur upp á hestinn með þig og áfram þú. Miðaðu hæfilega hátt. Allar breytingar eru jákvæðar og lítil skref verð að stórum breytingum!

P.S. Hér getur þú lesið gamla færslu hjá mér um fyrstu skrefin í plöntufæði. Gangi þér vel!

AFHVERJU BORÐA ÉG PLÖNTUFÆÐI?

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. BG

    22. October 2019

    Sæll, flottur póstur! Áfram plantbased! :D Vil bara leiðrétta eitt – að B12 kemur ekki úr kjöti heldur úr bakteríum sem finnast í jarðvegi. Dýrin fá B12 bætiefni og þess vegna getur fólk fengið það úr kjöti. ;)

    • Beggi Ólafs

      4. November 2019

      Takk kærlega :)

      Ég vissi af því, en fólk er vant að fá b12 úr kjöti, því vildi ég benda einstaklingum á að þeir þyrftu að huga að því ef það myndi byrja á plöntufæði :D