fbpx

HEILSU- OG LÍFSSTÍLSDAGAR Í NETTÓ

andleg vellíðanPlöntufæði

Ég hef verið mikill aðdándi að Heilsu & Lífsstílsdögum Nettó síðan þeir byrjuðu fyrst. Því er mikill heiður fyrir heilsupervert eins og mig að segja ykkur aðeins frá þeim í samstarfi við Nettó. Á morgun ætla ég svo að fara í verslunarleiðangur og sýna ykkur frá hvað heilsudagarnir hafa upp á að bjóða. Þið getið fylgjst með því á instagraminu mínu: @beggiolafs


Heilsu & Lífsstílsdagar standa yfir í fjórtan daga, frá 20 september til 3 október. Dagarnir innihalda fjölmörg spennandi tilboð á ýmsum heilsuvörum sem standa mislengi yfir. Mig langar sérstaklega til að benda ykkur á ofurtilboðin hér að neðan. Ég veit ekki með ykkur en ég mun bókað koma til með að nýta mér tilboðin á spínati,  grænkáli, túrmerik, bláberjum, avocado, sætum kartöflum, Now meltingagerlum og Good Good Brand sultum.


Nettó rekur 16 verslanir um allt land og opnunartíminn er frá 10:00 til 21:00, fyrir utan Nettó Mjódd og Granda, þar er opið allan sólarhringinn. Nettó er lágvöruverslun sem leggur mikinn metnað í heilsu. Þau eru með mjög fjölbreytt úrval af heilsuvörum og hafa bætt vegan valkostina verulega. Auk þess vilja þau sporna við matarsóun og því bjóða þau upp á stigvaxandi afslátt af vörum sem nálgast síðasta söludag.

Ef þú vilt vita meira um heilsudagana, þá endilega flettu í gegnum heilsubæklinginn sem verður kominn inn um þínar dyr á morgun. Í bæklingnum eru áhugaverðir viðmælendur, girnilegar uppskriftir og góð tilboð. Ekki skemmir fyrir að ykkar einlægur er með eitt stykki grein í bæklingnum um mat og bætiefni sem geta bætt orku og endurheimt.

Heilsa er mitt hjartansmál og það er svo mikilvægt að sinna henni eins vel og maður getur. Hún veitir okkur vellíðan og gerir okkur kleift að gera hversdagsdaglega hluti á eins áhrifaríkan hátt og við getum. Ég skora á alla að nýta sér þessi tilboð og í leiðinni að taka eitt jákvætt skref að bættri heilsu!

GÓÐ BYRJUN Á DEGINUM = GÓÐUR DAGUR | VLOG 20

Skrifa Innlegg