fbpx

FYRIRLESTRARNIR BLÓMSTRAÐU OG UPPFYLLTU ÞÍNA MÖGULEIKA

andleg vellíðan

Ég er búinn að vinna hörðum höndum að tveimur fyrirlestrum undanfarnar vikur. Ástæðan fyrir þeim er að mér langar til að hafa góð áhrif á líf fólks og ég trúi því innilega að þessir fyrirlestrar geti breytt lífinu til betri vegar hjá mörgum einstaklingum.

Annar fyrirlesturinn heitir “Blómstraðu” og út frá honum áttar fólk sig á hvernig því getur liðið ennþá betur í lífinu með einföldum leiðum. Hann er miðaður að eldri einstaklinga frá 25 ára og upp úr. Það kemur skemmtilega á óvart hvað gefur okkur hamingju og hvað við getum gert til að verða hamingjusamari.

Hinn fyrirlesturinn heitir “Uppfylltu þína möguleika”. Markmiðið með fyrirlestrinum er að einstaklingar átti sig á hvað þeim er mögulegt að gera í lífinu og hvaða leiðir séu ákjósanlegar til að láta þessa möguleika verða að veruleika. Hann er miðaður að yngri einstaklingum frá 15 ára til 30 ára.

Það er virk þátttaka í fyrirlestrunum þar sem einstaklingar fá tækifæri á að gera áhugaverðar æfingar. Allir fá verkefnahefti með sér heim en í heftinu eru einfaldar æfingar sem ég tala um í fyrirlestrunum. Það er vinna að blómstra og að uppfylla sína möguleika í lífinu!

Endilega horfið á myndskeiðið hérna fyrir neðan ef þið hafið áhuga á að fá mig til að halda fyrirlestur. Fyrir frekari upplýsingar og bókanir: beggiolafs@beggiolafs.com. Ég hlakka til að heyra frá ykkur!

LÍFIÐ ER ÞJÁNING

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1