fbpx

FRÆÐSLUKVÖLD MEÐ BEGGA ÓLAFS, INDÍÖNU OG ARNÓRI

Halló kæru lesendur,

Mig langaði til að segja ykkur að ég, ásamt tveimur öðrum yndislegum einstaklingum, erum að fara halda fyrirlestur á þriðjudaginn 8. mai frá 20:00 til 22:00.

Þetta verður fáránlega gaman. Þið finnið upplýsingar um viðburðinn hér að neðan:

Hver er grunnurinn að líkamlegri og andlegri vellíðan?
Hvaða bætiefni á ég að taka til þess að auka árangur?
Hvernig get ég aukið árangur með hugarfari?

Indíana hópþjálfari og matgæðingur, Beggi Ólafs knattspyrnumaður hjá Fjölni og mastersnemi í sálfræði ásamt Arnóri bætiefna gúru & knattspyrnumanni hjá KR fara yfir þætti sem auka árangur & vellíðan.

Eftir þessa kvöldstund fara allir út með veglegan gjafapoka. Veglegt happadrætti verður og leynast góðir vinningar í sumum gjafapokunum.

Miðaverð er 3.000 kr

Hægt er að nálgast miða hér.

 

Mataræði og hreyfing: Tilraunastarfsemi og meðvitaðar ákvarðanir

Indíana Nanna, hópþjálfari og matgæðingur, ræðir við okkur um kosti þess að prófa sig áfram og að taka meðvitaðar ákvarðanir þegar kemur að hreyfingu og mataræði. Indíana deilir með okkur sinni reynslu og þeim einföldu atriðum sem hún hefur haldið fast í til að stuðla að líkamlegri og andlegri vellíðan.

Aukinn árangur með jákvæðu hugarfari

Beggi Ólafs fjallar um mikilvægi þess að tileinka sér jákvætt hugarfar sem getur hjálpað til við að bæta árangur og vellíðan. Í fyrirlestrinum verður farið yfir þrjá þætti sem Beggi telur að fólk geti haft ávinning á að nýta sér á fjölmörgum sviðum í lífinu.

Bætiefni og góðgerlar sem hluti af heilbrigðum lífsstíl

Þegar velja á bætiefni þarf heldur betur að vanda valið því í þeim geira leynist ýmislegt óæskilegt. Áður en bætiefni eru valin þarf að hafa í huga að þau eru sjaldnast „töfralausnin“ sem leysa öll vandamál, en þau geta þó verið mjög góð viðbót við heilbrigt líferni. Í fyrirlestrinum mun Arnór Sveinn tala um bætiefni og góðgerla sem mikilvægan hluta af heilbrigðum lífsstíl.

Takk kærlega fyrir að lesa!

 

GERÐU ÞETTA TIL AÐ AUKA VELLÍÐAN | VLOG 13

Skrifa Innlegg