fbpx

FÓRNAÐU NÚVERANDI ÁNÆGJU FYRIR FREKARI ÁNÆGJU SEINNA MEIR

andleg heilsaandleg vellíðan

Eitt af því sem einkennir þá sem ná meiri árangri og líða vel í lífinu er að þeir fórna núverandi ánægju, sem öskrar jafnvel á þá, fyrir frekari ánægju seinna meir. Í staðinn fyrir að fá sér pizzu, sem hljómar fáránlega vel í augnablikinu, fá þeir sér salat. Í staðinn fyrir að horfa á einn þátt fyrir svefninn, þá fara þeir að sofa. Í staðinn fyrir að fara á blindafyllerí og að vera fram á rauðanótt í bænum, þá fá þeir sér nokkra bjóra og fara fyrr heim. Í staðinn fyrir að snooza þá rífa þeir sig upp á lappir þó þeim langi ekki til þess. Við þekkjum þetta öll. Sófinn og símatjill hljómar betur en að fara á æfingu. En hversu vel hljómar sófinn og símahangsið eftir þrjá tíma? Ekki jafn vel.

Í öllum þessum tilvikum hér á ofan, þá er auðveldara að gera það sem veitir manni ánægju núna en þegar þú fórnar því, þá upplifir þú frekari ánægju seinna meir. Hann sem fær sér salat í staðinn fyrir pizzuna verður sáttur með þá ákvörðun eftir þrjá tíma. Sá sem fer fyrr að sofa í staðinn fyrir að horfa á þátt þakkar fyrir sig þegar hann vakna snemma fyrir vinnuna. Sá sem rífur sig upp á æfingu verður ánægðari heldur en sá eyðir tíma í sófanum. En hvað þarf til? Hvernig getur þú staðist núverandi freistingar?

Í fyrsta lagi þarf mikinn sjálfsaga til. Það sem auðveldar sjálfsagann er að hafa skýra sýn á framtíðina og vita afhverju þú hefur hana. Sýnin gefur þér tilgang og stjórnar hegðun þinni daglega. Þannig réttlætir þú fórnina á skammvinnuánægjunni fyrir langtímaánægju. Þar gerir þú eitthvað sem hefur tilgang en ekki það sem er hentugt. Það auðveldar þér valið.

Í öðru lagi getur verið gott að ímynda sér hvernig lífið þitt mun verða ef þú nærð ekki stjórn á þínum hvatvísilegum löngunum. Síðan er gott að ímynda sér hvernig lífið verður ef þú nærð stjórn á þeim. Þá hefuru hvata til að stefna á eitthvað og forðast eitthvað, kraftmikla verður það ekki.

Í síðasta lagi getur verið gott að ákveða fyrirfram hvað þú ætlar að gera. “Á morgun ætla ég að standa strax upp úr rúminu án þess að snooza”, “Ég ætla að fá mér einn disk af mat í veislunni í kvöld”, “Ég ætla að taka æfingu strax eftir vinnu”. Með því að ákveða þína hegðun fyrirfram er ólíklegra að hausinn fari að spila með þig og sannfæra þig af því. Þú þarft ekki að velta fyrir þér ákvörðuninni því þú hefur nú þegar tekið hana.

Það er miklu erfiðara að fórna núverandi ánægju fyrir frekar ávinninga seinna meir en það er sannarlega þess virði. Þú dregur nefnilega virkilega ávinninga á því að fórna núverandi ánægju sem er að öskra á þig. Heilsan þín bætist, þú verður orkumeiri, þú afkastar meiru, þér líður betur og þú nærð meiri árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Fórnaðu núverandi ánægju fyrir frekari ánægju seinna meir.

 

VELDU HUGREKKI UMFRAM ÞÆGINDI

Skrifa Innlegg