fbpx

EKKI REYNA AÐ FINNA HAMINGJUNA

andleg vellíðan

Það er mikil pressa í samfélaginu að verða að vera hamingjusöm. Sem er eðlilegt ef við hugsum aðeins út í það þar sem við viljum öll vera hamingjusöm innst inni. Þrátt fyrir það er ég á þeirri skoðun að takmarkið á ekki að vera að sækjast eftir hamingju. Við eigum ekki að leita eftir hamingjunni eða reyna að finna hana eins og þegar við týnum veskinu okkar.

Því hvað ætlaru að gera ef þú ert óhamingjusamur/söm? Þá upplifuru sjálfan þig sem mistök eða að þú sért óeðlileg/ur því samfélagið segir að allir eiga stefna að því að verða hamingjusöm. Sem afleiðing af þessari pressu forðast margir þessar svokölluðu “neikvæðu” tilfinningar. Við lítum svo á að það sé eitthvað rangt við að vera stressuð, kvíðin, þung og leið því að allir ætlast til að maður sé hamingjusamur.

Það er hægt að horfa á þessar “neikvæðu” tilfinningar öðruvísi augum. Það getur verið mikið virði í þeim. Það er í góðu lagi að líða illa endrum og sinnum. Að líða illa getur minnt okkur á hvað það er yndislegt að líða vel. Það er hægt að horfa á kvíða og stress sem jákvæða eiginleika sem láta okkur vera virkilega á lífi. Ef við myndum alltaf vita hvernig hlutirnir myndu enda, væri þá gaman af lífinu? Væriru til í að horfa á íþróttaviðburð og þú myndir alltaf hvernig úrslitin verða? Væri gaman að horfa á spennumynd vitandi hvernig lokaratriðið væri?

Hamingja á að vera afleiðing eigin gjörða og hugsana. Ég held að þetta sé rétta leiðin til að velta fyrir sér hamingju. Hreyfðu þig. Faðmaðu neikvæðar tilfinningar. Hittu einhvern sem þér þykir vænt um. Gefðu af þér. Vertu þakklát/ur. Hugsaðu á jákvæðari máta. Gerðu það sem veitir þér hamingju en ekki leitast eftir því að uppfylla einhverja pressu um að þurfa vera hamingjusamur/söm alla daga og allar stundir.

 

 

 

 

VÖRUR SEM ÉG MÆLI MEÐ: HEILSUDAGAR NETTÓ

Skrifa Innlegg