fbpx

VÁ VALENCIA !

FERÐALÖGLÍFIÐ

VALENCIA …
VÁ borgin heillaði mig upp úr skónum á einum og hálfum degi.
Okkur langaði aðallega að skoða “Borg lista og vísinda” eða “City of Arts ans Science” eftir arkitektinn Santiago Calatrava.  Það er erfitt að koma því í orð hvernig þetta er, hönnun, magnaður arkitektúr og smáatriði glöddu augað hvert sem litið var.  Þarna er óperhúsið, kvikmyndahús, sædýrasafn og vísindasafn.
Borg lista og vísinda er eitt af 12 Treasures of Spain”. 
Ég leyfi myndunum að lýsa þessu en við vorum þarna við sólsetur og þá spegluðust byggingarnar í vatninu sem gerði þetta ennþá magnaðara.

Borgin sjálf kom líka nokkuð á óvart,  þrátt fyrir að hafa verið þarna stutt þá náði hún að heilla mig.  Þetta er klárlega borg sem ég heimæki fljótt aftur.
Valencia er þriðja stærsta borg Spánar og er upprunalega byggð af rómverjum.  Valencia hefur allt fyrir þá sem eru að leita af öllum pakkanum, fallegar strendur, menningu og borgarlíf.
Við keyrðum frá Orihuela,  það tók 2,5 klst,  ég veit að Íslendingar eru duglegir að heimsækja það svæði og mæli með bíltúr til Valencia.


 

LoveLove
AndreA

 @andreamagnus
@andreabyandrea

 

 

BUENOS DÍAS

Skrifa Innlegg