fbpx

TRYLLT SÝNING HJÁ HILDI YEOMAN

Tíska

VÁ VÁ VÁ
Hvar á ég að byrja ? Til hamingju Hildur!

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að Hönnunarmars er í fullum gangi þessa dagana, það er mikið um að vera, sýningar og viðburðir um alla borg.
Hildur Yeoman hélt sturlaða tískusýningu í gær í Hafnarhúsinu.  Sýningin var stórkostleg frá upphafi til enda, upplifun, gleði, dans & góð tónlist.
Dansarar úr íslenska dansflokknum voru meðal sýningarstúlkna, eins var söngkona á sviðinu og allskonar módel,  ungar, eldri, hávaxnar, lágvaxnar  já bara allskonar stórglæsilegar konur. Vá hvað það var flott að sjá þetta gert svona.

Það var erfitt að sitja kyrr, brosið fór ekki af okkur allan tímann, gleðin og hamingjan var allsráðandi og í lokin voru allir gestir dregnir úr sætum og við enduðum öll dansandi með fyrirsætunum á gólfinu.
Ég hef sótt tískusýningar út um allan heim og þessi sýning gaf þeim erlendu ekkert eftir.  Algjör BOMBA
Takk fyrir mig/okkur <3


AndreaHrefna DanErna Hrund & Svana Lovísa 

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

SKÓR SKÓR SKÓR

Skrifa Innlegg