fbpx

SKÓR SKÓR SKÓR

DRESSSKÓR

SKÓR …
Það er bara eitthvað við skó …  Ég kem því ekki beint í orð,  þeir tengja sem tengja en ég á mjög erfitt með að standast fallega skó.
Vinkonur mínar sem vinna í skóbransanum þekkja mig vel og sendu mér mynd af þessum skóm , korteri síðar eða rúmlega það var ég mætt að máta þá og féll gjörsamlega fyrir þeim…. eðlilega ♡
Skórnir eru frá merki sem heitir Elena Iachi og ég keypti þá í Kultur.

Annars er nóg um að vera þessa dagana og ég mæli með því að fólk láti Hönnunarmars ekki framhjá sér fara.  Í kvöld er fatahönnuðurinn Hildur Yeoman með sýningu í Hafnarhúsinu sem ég hlakka mikið til að sjá.  Elísabet sagði frá sýningunni hér    & áhugasamir geta skoðað viðburðinn hér .


Kápa & snákabelti: Notes Du Nord / AndreA
Bolur – Spenna: AndreA
Gallabuxur: Levis 501
Skór: Kultur
She made me do it :) Maya vinkona mín !

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

#MAKELIFELESSBORING // FERÐALAG UM PERÚ Á VASAHJÓLI

Skrifa Innlegg