fbpx

NÝTT LISTAVERK Á MINN VEGG!

HEIMAÍSLENSKT

Þessi vika sem er að líða hvarf  eiginlega bara frá mér.  Ég gerði ýmislegt sem er ekki vanalega á dagskrá og komst ekki í allt sem mig langaði en þið vitið hvernig þetta er, ekkert að frétta suma daga og svo tvær veislur sama daginn.  Afmæli, árshátíð, uppskeruhátíð, danssýning, fermingaveisla og ég veit ekki hvað og hvað.  Ég þarf að vera á þremur stöðum í dag og settist hérna niður í flýti áður en ég hentist í Borgarleikhúsið að sjá dóttur mína dansa til að segja ykkur frá þessari flottu sýningu sem ég fór á í NORR 11 hjá   Rakel Tómasdóttur, þið hafið eflaust lesið um hana hér og hér og á fleiri stöðum.

Rakel er einn mesti snillingur sem ég þekki, hún er ung en búin að áorka ótrúlega mörgu,  Þetta var fyrsta sýningin hennar og ég ætlaði mér alls ekki að versla neitt enda nýbúin að kaupa af henni mynd en ég stóðst ekki mátið og keypti mér aðra.
Rakel er ein af Glamour teyminu en hún er grafískur hönnuður og galdrar fram fegurð og teikningar í hverju blaðinu á fætur öðru, hún á sitt eigið letur “Silktype” sem hún hannaði og var til dæmis á “Konur eru konum Bestar” bolunum.
Kalt mat: Þessi stelpa á eftir að verða eitthvað stórt svo fylgist með henni.

Myndirnar hennar hafa allar einhverja sögu að segja og sitt sýninst hverjum en eftir að hafa horft vel á þær þá finnst mér ég geta sagt að það er einhver dulúð, ást og losti í þeim öllum og ég get ekki beðið eftir að fá að heyra söguna á bakvið þær einn daginn ;)

“Augnablik” sýningin er opin áfram í NORR á Hverfisgötu, mæli með að þið kíkið þangað & nælið ykkur í eintak !

Þetta er myndin sem ég valdi mér <3


RAKEL TÓMASDÓTTIR / þið getið fylgst með henni hér á Instgram
 

Hversu fallegur gjafapoki ? Í honum leyndist eðal kaffi frá Sjöstrand, Loreal maskari , súkkulaði , GLAMOUR og svo var heppnin með mér í þetta sinn en í mínum poka leyndist líka vinningur en ég vann ótrúlega fallegan vasa frá NORR 11.

Þetta er BALI  vasinn úr NORR <3 Ekki amalegt að taka hann með sér óvænt heim.


Hér er svo önnur mynd eftir Rakel utan á nýjasta GLAMOUR.  Þið getið skoðað það hér: “BRÚÐKAUPSBLAÐ GLAMOUR” en þetta er brúðkaupsblað sem vert er að skoða fyrir alla sem eru á leið í brúðkaup í sumar <3 virkilega fallegt blað hjá þessu frábæra teymi <3

Annars segi ég bara góða helgi
Þangað til næst
Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea 

ÁFRAM ÍSLAND !

Skrifa Innlegg