fbpx

MÆÐRADAGURINN

BEAUTYLÍFIÐSAMSTARF
Myndirnar voru teknar fyrir Bioeffect

Gleðilegan mæðradag allar mömmur.MAMMA er sennilega bara eitt fallegasta orð sem ég veit um, manni þykir svo vænt um þetta orð af svo mörgum ástæðum, ég er viss um að við tengjum allar/öll <3

Það er gott að nota þennan dag og staldra aðeins við og hugsa um það sem maður er þakklátur fyrir,  ég er óendanlega þakklát fyrir mömmu mína, svo ólýsanlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera mamma barnanna minna og þakklát fyrir allar hinar mömmurnar í kringum mig.

Ég settist niður fyrir akkúrat ári síðan og skrifaði þennan póst hér:  “TIL MÖMMU FRÁ MÖMMU”  Ég las hann aftur með morgunbollanum í dag og mun sennilega gera það alla mæðradaga hér eftir.
Þið sem eruð með lítil börn notið tímann vel og njótið,  þau verða neflilega orðin unglingar eða fullorðin eftir nokkur ár, ár sem líða ótrúlega hratt.
Það kemur allt í einu að því að þið þurfið ekki pössun lengur og getið gert allt sem ykkur dettur í hug en þá saknar maður eða amk ég,  af því að vera mamma og hugsa um ungana sína er lífið.

Við Ísabella tókum þátt í verkefni fyrir Bioeffect en það var einmitt gert í tilefni mæðradagsins.  Við áttum góðan dag og fengum ómetanlegar myndir eftir meistarann, ljósmyndarann og vinkonu okkar hana Aldísi Páls eða @paldis eins og flestir þekkja hana.


Ég var spurð út í móðurhlutverkið og uppáhalds vörur en hér er þetta í heild …….
View this post on Instagram

To celebrate Mother’s Day we asked a couple of inspiring Icelandic women about their views on motherhood and more. First up is Andrea Magnúsdóttir, fashion designer, who has two children. Check out the video above ✨ #celebratingmoms . . . . . #mothersday#bioeffect#scientific#plantbased#antiaging#skincare#madeiniceland#motherhood#icelandicmom#nordic#spring#love

A post shared by BIOEFFECT (@bioeffectofficial) on

Bakvið tjöldin …

http://https://www.instagram.com/p/Bw_3GrsAOXN/http://

 

Í morgun var ég svo vakin af fjölskyldunni sem var búin að útbúa dásamlegan morgunverð og fékk gjöf frá Ísabellu sem ég fékk “ryk” í augun af . . . En það eru einmitt svona gjafir sem mömmur ELSKA <3
 

 

Til hamingju með daginn allar mömmur 
xxx
AndreA

Instagram: @andreamagnus

MAÐUR GETUR ALLTAF Á SIG BLÓMUM BÆTT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1