fbpx

MAÐUR GETUR ALLTAF Á SIG BLÓMUM BÆTT

BLÓMHOME

Góðan  daginn …
Ég blómaði yfir mig í gær, en eins og þið vitið þá er mæðradagurinn á morgun og ég nota hvert tækifæri sem gefst til að kaupa mér blóm :) Já mæðradagurinn er frábær afsökun til að fara í blómabúðina :)Ég keypti auðvitað brúðarslör en ég elska það blóm og finnst það svo fallegt bara eitt og sér í vasa og/eða með öðrum blómum.  Svo keypti ég Nellikur í tveimur mismunandi ferskjubleikum tónum, úr þessu bjó ég svo til nokkra vendi.  Auðvitað fór einn vöndur til mömmu og annar til tengdamömmu (mæðradagurinn munið þið).

Veðrið var fallegt eins og í dag þannig að ég fór með þetta út á pall og mixaði saman í vendi svo að þetta færi ekki út um allt eldhús hjá mér.
Pabbi minn kom svo akkúrat í heimsókn og tók þessar myndir <3

Þessi drottning kom líka í heimsókn….
Ég gat bara ekki hætt að taka myndir enda svo fallegt og fallegur dagur, ó hvað ég vildi að ég ætti bara alltaf svona mikið af blómum og  gæti bara alltaf haft þetta svona úti á palli… (in my dreams)Ég fékk margar spurningar í gær út í skóna & viðar drumbana …

Skórnir eru frá Vagabond en ég fékk þá að gjöf frá Kaupfélaginu.
Viðar drumbarnir eru úr garðinum okkar en maðurinn minn bjó þá til úr tréi sem við þurftum að fella, ótrúlega fallegir.Brúðarslörið er svo fallegt bara svona eitt og sér og það stendur fallega ótrúlega lengi,  ég var að skipta út en hitt var búið að standa í mánuð, þornað já, en ennþá mjög fallegt þegar ég henti því.
Svo set ég líka alltaf smá í minni vasa og set inn á bað.


& einn vöndur í búðina <3 <3

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

TRYLLT HÓTEL Í KAUPMANNAHÖFN

Skrifa Innlegg