fbpx

LJÓMANDI HÚÐ MEÐ BIOEFFECT

BEAUTYBIOEFFECTSAMSTARFSKIN CARE

Góðan & fallegan daginn 🧖‍♀️ ☕️

Þegar húðinni vantar raka eða búst, þegar ég ætla að gera vel við mig eða þegar eitthvað mikið stendur til þá nota ég gelmaskann frá Bioeffect.

Maskinn frískar upp á húðina á 15 mínútum, gefur ljóma, húðin verður þéttari og full af raka.✨
Ég ber serum á hreina húð, oftast nota ég 30 DAY  og set svo maskann yfir.  Maskinn er í tvennu lagi, ég set neðri hlutann fyrst og svo þann efri. Maður finnur strax fyrir rakabústinu sem húðin fær og tilfinningin er virkilega góð.  Það er líka frábært að það er hægt að kaupa maskann stakann, þeir sem detta þó á maskavagninn geta líka keypt kassa með nokkrum möskum í.
Þið getið lesið meira um maskann hér.

Myndir: Aldís Pálsdóttir fyrir BIOEFFECT

Happy Sunday
xxx
AndreA

IG @andreamagnus

RYKFRAKKI - ÓMISSANDI FLÍK Í FATASKÁPINN

Skrifa Innlegg