fbpx

RYKFRAKKI – ÓMISSANDI FLÍK Í FATASKÁPINN

TískaTREND

Ef það er ein flík sem er ómissandi í fataskápinn þá er það flottur rykfrakki eða trenchcoat eins og hann heitir á ensku.
Klassískari flík er erfitt að finna, einhvern veginn virkar þessi frakki vel við allt,  alveg sama hvort við klæðum okkur upp í pinnahæla & síðkjól eða hversdags yfir jogginggallann þá er smellur rykfrakkinn við.
Nýr eða gamall skiptir ekki máli & ég mæli með að þið laumist í skápinn hjá mömmu eða ömmu ef ykkur vantar rykfrakka fyrir vorið. Meira segja pabbi gæti lumað á einum slíkum en þeir eru ekki síðri stórir eða oversized.

En af hverju heitir þessi flík rykfrakki ?
Samkvæmt vísindavefnum er þetta ástæðan…

“Rykfrakkinn fær nafn sitt af því að hann ver jakkaföt, kjóla og dragtir fyrir ryki og oftast bleytu. Hann varð vinsæll í Bretlandi eftir að Thomas Burberry setti á markað vatnshelda flík úr gaberdíni og poplíni í lok 19. aldar sem reyndist afar vel í skotgröfum í fyrri heimsstyrjöldinni og var borin bæði af breskum og frönskum hermönnum. Hún fékk nafnið trenchcoat en trench merkir ‘skotgröf’. Eftir stríð varð rykfrakkinn vinsæl tískuflík.”

 

 

xxx
AndreA

IG@andreamagnus

 

 

SKÓBÚÐ Í SMÍÐUM 👠🔨

Skrifa Innlegg