fbpx

SKÓBÚÐ Í SMÍÐUM 👠🔨

AndreASKÓRTíska

Skóbúðardraumurinn … 👠🔨

Einhverjir vita af þessu og aðrir lásu mögulega um “leyndarmálið” HÉR  í gær.
Við erum að opna skóbúð !  Ég þarf alveg að lesa þessa setningu oft sjálf  👀 Ég trúi varla að það sé að gerast.

Við erum búin að vera á haus í framkvæmdum & þegar ég segi við þá meina ég Óli.  Ég er meira búin að vera á haus við að kaupa inn skó & vörur sem við ætlum að bjóða uppá í búðinni.
Verslunin verður bara rétt hjá AndreA, á Vesturgötu 8 í gömlu timburhúsi sem við erum að gera upp að innan núna en ætlum að taka það í gegn að utan með hækkandi sól.
Akkúrat núna er gólfefnið komið á & við erum byrjuð að mála …. þannig að það styttist í opnun.
Hvernær ætlum við að opna? Þegar við erum búin 😉

Það er óhætt að segja að við stelpurnar erum að kaaaafna úr spenningi ⚡
Við lofum litadýrð & fallegum skóm 🎀

Það erfiðasta í þessu ferli er að geta ekki farið á neinar skósýningar út af dottlu 🦠.
Við náðum þó sem betur fer að fara á tískuvikuna í Kaupmannahöfn í ágúst (myndirnar hér að neðan eru teknar þar) & svo erum við búin að fara á óteljandi fjarfundi (þið fattið hvaða mynd er þaðan).
Hlakka til að sýna ykkur meira 😘

xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

DRESS: MILDIR LITIR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1