fbpx

DRESS: MILDIR LITIR

DRESS

Loksins snjór ⛄️
Það gladdi mig mjög að vakna í gærmorgun & sjá að loksins var allt hvítt úti.  Það verður allt svo ævintýralega fallegt þegar hvítu hamingjukornin (eins og Elísabet Gunnars vinkona mín kallar þau) þekja allt og lýsa upp skammdegið.

DRESS
Allir þessir mildu litir sem eru að koma fyrir vorið smella svo fallega hver við annan.  Ljósir tónar – jarðlitir & svo allir pastel litirnir sem við eigum eftir að sjá meira af.
Ég vaknaði með það í hausnum að mig langaði til að vera í ljósum víðum gallabuxum (sem ég á ekki til).  Ég hef þó augastað á hvítum  LEVIS Ribcage, mitt uppáhalds snið. Þið finnið blogg um þær  HÉR.

Ég fékk þessar fínu buxur því lánaðar hjá dóttur minni :)  Pínu gaman að geta deilt nokkrum flíkum með henni, þó að við séum með ólíkan stíl eru nokkrir hlutir sem við notum báðar en dressum upp á ólíkan hátt.
Leðurkápan er í miklu uppáhaldi sérstaklega í þessum fallega lit 🧡 70´s vibe alla leið.


Leðurkápa, húfa & taska:  AndreA
Peysa: Soft Rebels
Buxur: & other stories
skór: Billibli – GS Skór

xxx
AndreA

IG @andreamagnus

RAFRÆN TÍSKUVIKA Í KAUPMANNAHÖFN

Skrifa Innlegg